Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórshani
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 31. ágúst 2022

Þórshani

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Þórshani er afar sjaldgæfur varpfugl, talið er að hér séu aðeins um 300 fuglar í smáum byggðum umhverfis landið. Vegna þessa nýtur hann sérstakrar friðunar sem felur í sér að dvöl manna við hreiður Þórshana er óheimil nema með sérstakri undanþágu frá Umhverfisstofnun.

Hann kemur hingað seinastur allra farfugla og dvelur ekki nema 1-2 mánuði á varpstöðvum. Þar fyrir utan er talið að þeir dvelji á rúmsjó allt að því 10-11 mánuði á ári og eru því vetrarstöðvar þeirra lítið þekktar. Hann er í lítilli ætt sundhana ásamt óðinshana og freyshana. Þórshani á það sameiginlegt með frændum sínum að kvenfuglinn er skrautlegri og á frumkvæði að tilhugalífinu. Ljósmyndin sýnir karlfugl en líkt og hann er kvenfuglinn rauðbrúnn að neðan en með svartan koll, goggrót og hvítan vanga. Þegar hún hefur orpið tekur karlinn alfarið við og sér um að liggja á eggjunum og koma ungum á legg. Kvenfuglarnir koma ekki nálægt uppeldinu heldur hópast saman eða parast aftur við aðra karlfugla og gætu þess vegna orpið aftur.

Atferli þórshana og óðinshana er mjög svipað en þeir sjást oftast á sundi þar sem þeir synda rösklega í hringi í fæðuleit. Þeir dýfa goggnum ótt og títt í vatnið til að safna alls konar smádýrum sem þyrlast upp undan þeim. Ásamt þessu éta þeir einnig rykmý af bökkum og yfirborði vatns. Þórshani er einstaklega gæfur en best er að hafa hægt um sig nálægt þeim, láta þá óáreitta og þá koma þeir gjarnan alveg upp að manni.

Skylt efni: fuglinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...