Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þó svo að það að gefa varða fitu sé þekkt leið til að hækka fituhlutfallið í mjólkinni þá er vissulega hægt að hafa áhrif með einfaldlega hefðbundnu fóðri. Þannig sýna rannsóknir að kýr á beit eru með mun hærra hlutfall af ómega-3 í mjólkinni en kýr á innistöðu svo dagljóst er að fóðursamsetningin hefur bein áhrif.
Þó svo að það að gefa varða fitu sé þekkt leið til að hækka fituhlutfallið í mjólkinni þá er vissulega hægt að hafa áhrif með einfaldlega hefðbundnu fóðri. Þannig sýna rannsóknir að kýr á beit eru með mun hærra hlutfall af ómega-3 í mjólkinni en kýr á innistöðu svo dagljóst er að fóðursamsetningin hefur bein áhrif.
Mynd / Daniel Sinoca
Á faglegum nótum 31. október 2022

Tækifæri á Íslandi?

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Lýsi inniheldur hátt hlutfall af ómega-3. Mynd / Aðsend

Það er vel þekkt innan búfjárræktar að það er hægt að hafa áhrif á efnainnihald afurða með fóðrun eða meðhöndlun en þó svo að aðferðin sé vel þekkt, þ.e. að gefa gripum ákveðin efni að éta sem svo hafa áhrif á afurðirnar, þá er hún ekki mikið notuð í heiminum.

Undanfarin ár hefur þó mátt merkja aukinn áhuga í nokkrum löndum á afurðum sem eru með auknu innihaldi af ómega-3 fitusýrum, en þessar fitusýrur eru taldar vanta í fæði margra í dag.

Ómega-3 bætt nautakjöt

Með því að fóðra nautgripi með ákveðnum hætti má hafa áhrif á bæði fitusýruinnihald kjötsins og mjólkurinnar og hafa verið gerðar margar tilraunir með þetta. Framarlega eru japanskt vísindafólk enda er áhugi Japana á ómega-3 annálaður.

Í Japan er í dag hægt að kaupa sérstakt nautakjöt sem er með háu hlutfalli af ómega-3 en það kjöt kemur frá gripum sem hafa verið fóðraðir sérstaklega með lýsi í þeim tilgangi að ná þessu fitusýruhlutfalli sem hæstu. Það krefst þó ákveðinnar tækni að ná þessu hlutfalli upp í kjötinu enda getur of mikil lýsisgjöf dregið úr átlyst gripa.

Japanir virðast þó hafa náð góðum tökum á þessu og fá bændur sem framleiða svona kjöt töluvert hærra verð fyrir kjöt sitt en aðrir.

Mjólk með ómega-3

Þó svo að hægt sé að bæta kjöt með fóðrun og þar með innihaldi þess af ákveðnum gerðum af fitusýrum þá er í raun mun auðveldara að breyta efnainnihaldi mjólkur með sömu aðferðum.

Hluti af mjólkurmynduninni fer fram með beinni færslu næringarefna úr blóði og yfir í mjólkurblöðrurnar og þetta kerfi, þ.e. bein færsla, gerir það að verkum að bændur geta í raun spilað á kerfið og haft bein áhrif á efnainnihald mjólkurinnar með ákveðinni fóðrun. Vegna framangreinds áhuga á ómega-3 bættum matvælum hefur vísindafólk víða um heim leitað að heppilegum leiðum til þess að hafa áhrif á efnainnihald mjólkurinnar án þess að valda bragðskemmdum á henni, en alþekkt er að hægt er að fá mjólk „beint úr kúnni“ með t.d. sólblóma- eða berjabragði vegna þess eins hvað kýrin hefur étið. Ef kýr fá þannig of mikið af lýsi, kemur hreinlega keimur af mjólkinni sem ekki allir kunna jafn vel við.

Það er því vandasamt, en hægt, að hækka hlutfallið af ómega- 3 í mjólkinni án þess að fá fram bragðgalla í mjólkina.

Fyrsta jógúrtið sem kom á markað sem innihélt náttúrulega hærra hlutfall af ómega-3. Mynd / Aðsend
Fyrsta jógúrtið með náttúrulegu ómega-3

Það eru til mjólkurafurðir á heimsmarkaðinum sem innihalda aukið innihald af ómega-3 en flestar þessar afurðir eru búnar til þannig að ómega-3 er bætt út í við vinnslu í afurðastöð.

Fyrir nokkrum árum síðan kom þó fram fyrsta náttúrulega afurðin á þessu sviði, nánar tiltekið árið 2016, þegar afurðafélagið Westhaven Dairies frá Tasmaníu setti á markað sérstakt jógúrt gert úr mjólk sem innihélt hærra hlutfall af ómega-3 en gerist og gengur. Þetta sérstaka jógúrt, sem einfaldlega kallast Ómega-3 jógúrt, er framleitt úr mjólk frá kúm frá kúabúinu Naturale en það bú er sem sagt sérhæft í því að framleiða þessa sérstöku mjólk.

Þarf að vera varin fita

Þó svo að ferillinn fyrir fitusýruna sé þekktur, þ.e. hvaða leið hún á að fara úr fóðri og yfir í mjólk kúnna, þá er ekki sjálfgefið að árangur náist með einfaldri gjöf.

Það er vegna þess að þá geta fitusýrurnar brotnað niður í vömbinni og nýtast ekki til beinnar upptöku inn í mjólkina. Til þess að ná því að fara í beint uppsog í þörmum, og þar með geta borist í mjólkina, þarf helst að gefa kúnum þessar fitusýrur á vörðu formi. Margir bændur kannast við það að gefa kúm varða fitu til þess að hækka almennt fituhlutfall mjólkur en þá er oftast notuð pálmaolía.

Hún hentar aftur á móti ekki til þess að hækka ómega-3 hlutfallið. Það hefur verið haft eftir forsvarsmönnum Naturale kúabúsins að það hafi tekið nokkurn tíma að finna réttu aðferðina til þess að ná þessum góðu fitusýrum ómeltum í gegnum vambarstarfsemina, en nú sé búið að þróa aðferð þar sem ómega-3 fitusýrurnar eru varðar með próteinhjúpi svo þær komast óáreittar í gegnum vömb kúnna.

Sumt fóður hefur áhrif

Þó svo að það að gefa varða fitu sé þekkt leið til að hækka fituhlutfallið í mjólkinni þá er vissulega hægt að hafa áhrif með einfaldlega hefðbundnu fóðri. Þannig sýna rannsóknir að kýr á beit eru með mun hærra hlutfall af ómega-3 í mjólkinni en kýr á innistöðu svo dagljóst er að fóðursamsetningin hefur bein áhrif.

Að ná því að framleiða mjólk sem inniheldur óvenju hátt hlutfall ómega-3 er aftur á móti erfiðara og þá getur s.s. framangreind varin fita komið að góðum notum. Það má þó einnig ná góðum árangri með því að gefa hörfræ en í Frakklandi hafa þarlendir bændur náð að framleiða mjólk með háu hlutfalli af ómega-3 með því einu að bæta hörfræjum í fóður kúnna en hörfræ innihalda hátt hlutfall af ómega-3.

Í Frakklandi hefur reynst vel að gefa kúm hörfræ til að hækka hlutfallið af
ómega-3 í mjólkinni. Mynd / Aðsend
Fá 4 krónur aukalega

Í Frakklandi hefur undanfarið fundist aukinn áhugi á mjólkurafurðum úr mjólk sem hefur verið náttúrulega bætt með einum eða öðrum hætti. Ómega-3 bætt mjólk er gott dæmi um slíkt og fá bændur nú í kringum fjórar íslenskar krónur á lítrann ef þeir framleiða mjólk sem er með hærra hlutfalli ómega-3 en almennt þekkist.

Reynslan frá Frakklandi sýnir að sé kúm gefin hörfræ í miklu magni, 1 kg á kúna á dag, þá hækkar hlutfall ómega-3 í mjólkinni! Hörfræið er gefið þannig að 40% magnsins kemur úr sérstöku kjarnfóðri sem inniheldur 15% hörfræ en hinn hlutinn er gefinn sem hluti af heilfóðri kúnna.

Fleiri lönd bætast við

Eftir því sem reynslan verður meiri og betri bætast við fleiri og fleiri afurðafyrirtæki sem bjóða núorðið upp á náttúrulega ómega-3 bættar mjólkurafurðir og miðað við þróunina erlendis má allt eins búast við því að kallað verði eftir svona afurðum á Íslandi einnig.

Hér virðist augljóst að nýta lýsi til þess að ná þessum árangri en eins og áður segir þarf að finna rétta hlutfallið og jafnvægi á fóðrunina svo ekki komi til bragðáhrifa í mjólkinni.

Að sama skapi væri fróðlegt að reyna að hækka hlutfall ómega- 3 í nautakjöti með því að gefa lýsi markvisst. Kjöt sem úr slíkri framleiðslu kæmi ætti að vera hægt að selja á töluvert hærra verði en annað kjöt.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...