Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sæsnigillinn Elysia chlorotica er eitt af ótal undrum náttúrunnar.
Sæsnigillinn Elysia chlorotica er eitt af ótal undrum náttúrunnar.
Á faglegum nótum 17. ágúst 2021

Sniglar sem ljóstillífa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Náttúran er ekki öll þar sem hún er séð og undur hennar mörg og margbreytileg. Þrátt fyrir ýmiss konar lögmál og fasta sem finnast í lífríkinu má alltaf finna undantekningar sem sumar eru lyginni líkust. Eitt af því sem við gefum okkur er að plöntur ljóstillífi en ekki dýr.

Allir hafa heyrt talað um einhyrninga, álfa, hafmeyjar og mannætuplöntur og flestir gera sér grein fyrir því að um ævintýraverur er að ræða. Í kvikmyndinni um risaeðlugarðinn Jurassic park segir ein persónan að náttúran finni sér leið og á þar við að lífsvilji og aðlögunarhæfi dýra og plantna sé ótrúlegur.

Slíkt má með sönnu segja um smávaxna tegund sæsnigils, Elysia chlorotica, sem lifir á austurströnd Bandaríkjanna. Sniglarnir lifa að mestum hluta ævinnar innan um ljóstillífandi grænþörunga og til að auk á samkeppnishæfni sína taka þeir upp í húðina grænukorn þörunganna og nota þau til ljóstillífunar.

Vegna þessa eru sniglarnir grænir að lit og það sem meira er þá eru þeir flatvaxnir og líta úr eins og laufblað. Vegna grænukornanna geta sniglarnir lifað mánuðum saman án þess að éta.

Rannsóknir á sniglunum eru á byrjunarstigi og enn sem komið er er ekki vitað hvernig grænukornin geta lifað í húð sniglanna mánuðum saman.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...