Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Of fá fjórhjól eru með veltigrind á Íslandi og of oft sjást ökumenn fjórhjóla án hjálms.
Of fá fjórhjól eru með veltigrind á Íslandi og of oft sjást ökumenn fjórhjóla án hjálms.
Á faglegum nótum 5. apríl 2022

Slys tengd ökutækjum of algeng

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Slys í tengslum við ökutæki eru of algeng, en oft má rekja slys til vanþekkingar og gáleysis í umgengni við ökutæki.

Frá því að ég, sem pistlahöfundur í þessum greinum sem nefnast Öryggi-Heilsa-Umhverfi, hóf að afla mér efnis og skrifa um eigin hugrenningar um ýmisleg efni sem ég tel að gætu komið einhverjum að gagni, hef ég oft vitnað í vefsíðu írsku heilbrigðisstofnunar, www.hsa.ie. Það er margt líkt á Írlandi og hér heima á Íslandi, en HSA (Health and Safety Authority) eru dugleg að gefa út fréttatilkynningar um stöðu mála í forvörnum, slysum og gefa út mikið af fræðslu- og endurmenntunarefni til forvarnar.

Þótt síðasta ár á Írlandi hafi verið gott má efla forvarnir

Á síðasta ári fækkaði banaslysum á Írlandi um 30%, fór úr 54 árið 2020 í 38 á síðasta ári, en við skoðun á öllum slysum á Írlandi var alls staðar fækkun á milli ára nema í tengslum við ökutæki.

Landbúnaðarstörf hafa í mörg ár verið hættulegustu störf Írlands og á meðaltali síðustu ár hafa verið að látast á bilinu 20-34 árlega við landbúnaðarstörf. Árið 2020 þótti gott, en þá létust 20 við landbúnaðarstörf. Síðasta ár sló öll met, banaslysum við landbúnað fækkaði um meira en 50% og létust ekki „nema“ 9 við landbúnaðarstörf á síðasta ári. Það er metár frá því að byrjað var að skrá niður slys við írskan landbúnað. Þrátt fyrir gott ár kom í ljós við skoðun að fækkun slysa var minnst í kringum ökutæki. Því á að fylgja eftir með fræðslu og endurmenntunarnámskeiðum tengdum öllum ökutækjum.

HSA hefur gefið út bækling fyrir 65 ára og eldri um umgengni við nýjustu stóru dráttarvélarnar.

Allt skoðað og brugðist við með fræðslu

Skýrslur HSA sýna að á síðustu 5 árum, frá 2017–2021, hafa orðið 102 banaslys á vinnustöðum á Írlandi vegna ökutækja. Nýj­ustu upplýsingar um banaslys á vinnustað fyrir árið 2021 sýna að 16 (42%) af 38 vinnutengdum bana­slysum voru ökutæki.

Síðustu tvö ár voru algengustu öku­tækin sem tóku þátt í vinnutengdum bana­slysum bílar (7), dráttarvélar (6) og tengi­vagnar (5).

Í nýjasta átaki HSA er stefnt á að ná sam­bærilegri fækkun og í öðrum slysum við öll ökutæki með endur­menntunar­námskeiðum og útgáfu af fræðsluefni. Ekki bara akstur á tækjunum heldur umhirða, viðhald, hleðsla og afferming, nýjungar og fleira sem kafað verður í. Meiningin er að koma upp sambærilegu skilvirku eftirliti sem er víða í vinnuferlum í svipaðan farveg fyrir ökutæki.

Endurmenntun meiraprófsbílstjóra og sjómanna

Þó að íslenskir meiraprófsbílstjórar séu margir að gagnrýna endurmenntunarnámskeið hér eru þau gagnleg. Vissulega má bæta þau sérstaklega hvað varðar nýjungar á tækjum og efla betur skyndihjálparþáttinn. Atvinnubílstjóri sem er alltaf á ferðinni er mun líklegri að keyra fram á slys þar sem fyrstu hjálpar kunnátta gæti skipt sköpum fyrir þann slasaða.

Margumtalaður góður árangur í slysavörnum sjómanna við strendur Íslands er vel þekktur út fyrir landsteinana og ófáir erlendir forsvarsmenn sjómanna hafa kynnt sér góðan árangur Slysavarnaskóla sjómanna hér á landi til þess að læra af góðum árangri Íslendinga.

Verkefni fyrir búnaðarfélög og björgunarsveitir?

Hjá Samgöngustofu hafa verið gerð mörg forvarnarmyndbönd um akstur á vegum við ýmsar aðstæður og sýnt í sjónvarpi, en einhvern veginn finnst mér að það mætti líka huga að dráttarvélum, fjórhjólum, vögnum og ýmsum tækjum sem hengd eru aftan í ökutæki. Hugsanlega væri hægt að tvinna þetta saman við skyndihjálparnámskeið sem gæti verið tekjulind fyrir björgunarsveitir og búnaðarfélög.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...