Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hleðslustöðvar rísa vítt og breitt um landð og nægja framfarirnar næstum til að halda í við rafbílavæðinguna en ljóst að fjölgun stöðva á almannafæri mætti vera hraðari.
Hleðslustöðvar rísa vítt og breitt um landð og nægja framfarirnar næstum til að halda í við rafbílavæðinguna en ljóst að fjölgun stöðva á almannafæri mætti vera hraðari.
Mynd / Isavia
Á faglegum nótum 7. júní 2023

Nýsköpun véla og eldsneytis – Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 8. hluti

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður.

Flókin bylting í framleiðslu orkubera er hafin. Hvers konar hleðslutæki eru á markaði?

Rafeldsneyti

Rafeldsneyti er orkugjafi sem er framleiddur með endurnýjanlegri raforku, annaðhvort gas eða vökvi, og veldur ekki viðbótarlosun kolefnisgasa við notkun. Hugtakið eldsneyti er gamalt og getur verið misvísandi vegna þess að orkugjafar nútímans virka bæði við bruna og án bruna. Við notum hugtakið engu að síður. Grunnefni í gerð rafeldsneytis eru vetni, og koldíoxíð (koltvíildi, kolsýringur – efnasamband kolefnis og súrefnis).

Nú til dags er mest horft til vetnis, metans, alkóhóls og líf-rænna efna sem líkjast olíuættuðu brennsluefni. Eitt af því sem er ólíkt með jarðefnaeldsneyti á vélar og rafeldsneyti er að sumt af því síðarnefnda er gas (eða þjappað gas sem vökvi) með mjög lágu geymsluhitastigi (í hörkufrosti).

Orkuberi

Hugtakið orkuberi nær yfir marga orkumiðla sem eru búnir til á framleiðslustað eða berast þaðan á viðkomustað til frekari vinnslu eða til notenda – t.d. olíuhreinsunarstöð eða vetnisölustöð eða iðjuveri þar sem rafeldsneyti er framleitt. Kol og dísilolía hafa lengi verið orkuberar t.d. í húshitun og á bíla og smám saman mun bera æ meira á vetni og ammoníaki eða lífdísli sem orkuberum. Hlutföll ólíkra orkubera við full orkuskipti koma senn í ljós.

Vetnisknúnar vélar

Brunavélar eða rafmótorar (algengast) sem knúnir eru vetni. Það er jafnan framleitt með því að kljúfa vatn með raforku. Vetni er hægt að geyma háþrýst sem gas eða fljótandi á geymum eða í eins konar afar fíngerðum málm„svömpum“ en líka sem hluta ammoníaks.

Ammoníak helst sem eitruð lofttegund (gas) við venjulegar útiaðstæður og er efnablanda vetnis og niturs (köfnunarefnis). Nitur er meginfrumefnið í loftinu og þaðan getur efnið fengist til framleiðslu ammoníaks ásamt framleiddu vetni. Ammoníak sem vetnisberi er haft til reiðu á sérstökum geymum. Unnt er að losa um vetnið og skila nitrinu til baka. Meirihluti vetnisbíla eru rafbílar með efnarafölum (fuel cells) þar sem vetni sameinast súrefni. Rafeindir losna og mynda rafstraum á rafmótora og vatsgufu að auki. Aðrir vetnisbílar nýta bruna vetnis.

Lífeldsneyti

Lífeldsneyti er úr lífrænum efnum, sem framleitt er með endurnýjanlegri orku úr föstum lífmassa (t.d. plönuleifum) eða lífrænum vökva, eða það er náttúrulegt gas (t.d. metan úr sífrera, gömlum jarðklaka). Unnt er að framleiða eldsneytisolíu svipaða dísilolíu en einnig þotu/ skrúfuþotueldsneyti í þessum flokki eldsneytis.

Rafhleðslutæki

Rafhleðslutæki eru afar algeng, allt frá hleðslutækjum fyrir síma til öflugra hleðslustöðva fyrir þung ökutæki, vinnuvélar og skiparafmagn, svo dæmi séu nefnd. Enn er mest um hleðslustöðvar (stundum nefndar orkustöðvar) við heimili og ýmiss konar atvinnubyggingar eða opinberar byggingar, auk stöðva hjá orkusölufyrirtækjum.

Heimahleðslustöð gæti verið með hleðslugetu (afli) frá 4 til 8 kW (eins fasa stöð) upp í 10 til 20 kW (þriggja fasa stöð).

Hraðhleðslustöðvar fyrir íbúðarhús eru af stærðargráðu 30 til 50 kW og hraðhleðslustöðvar orkusala t.d. 100 til 225 kW.

Mikil eftirspurn er þegar til orðin eftir hleðslustöðvum um allt land. Þeir sem kaupa hleðslustöð fyrir íbúðarhúsnæði fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupverði og vegna vinnu við uppsetningu.

Skylt efni: orkumál | orkuskipti

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...