Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kia Sportage.
Kia Sportage.
Á faglegum nótum 8. desember 2014

Næstum hljóðlaus eins og rafmagnsbíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Fyrir rúmum tveim árum prófaði ég Kia Sportage (Bændablaðið 18. október 2012) og lét vel af bílnum og fyrir skemmstu datt mér í hug að skoða hvaða breytingar hefðu orðið á bílnum á þessum tveim árum sem liðin eru frá þeirri prófun.

Strax og ég kom inn í bílinn sá ég að mælaborðið var alveg nýtt, en við fyrstu sýn virtist ekki mikið annað hafa breyst. Um leið og ég setti bílinn í gang var greinilegt að búið var að betrumbæta hljóðeinangrun á milli vélar og farþegarýmis. Ég þori að fullyrða að þessi bíll er með einhverja albestu hljóðeinangrun á milli vélar og farþegarýmis (næstum eins og að keyra rafmagnsbíl), það eina sem heyrðist í var hvinurinn í grófum vetrardekkjunum á malbiki.

Góður á möl, en smásteinahljóð aftan til undir bíl

Á malarvegi nýtur fjöðrunin sín vel og er bíllinn stöðugur. Gróf vetrardekkin hentu aðeins frá framdekkjunum upp undir bílinn fyrir framan afturhjólin ef maður fór í lausamöl svo að heyrðist aðeins steinkast undir bílnum. Það sem er nýtt í bílnum er hiti í stýri, GPS-leiðsögukerfi með snertiskjá og loftnemar í dekkjum sem segja til um loftþrýsting. Í flestum bílum sem eru með skynjara í dekkjum kviknar viðvörunarljós í mælaborði ef loftþrýstingur fer undir 26–27 psi. í einhverju dekki. Vélin er sú sama, dísilvél sem á að skila 134 hestöflum, snerpa þokkaleg og tog mjög gott. Nú er Askja með tilboð á Kia Sportage fram að áramótum á veglegum aukabúnaði sem er vetrardekk og dráttarkrókur, en verðmæti tilboðspakkans er nálægt 400.000. 

Kia eina umboðið sem er með sjö ára ábyrgð á nýjum bílum

Í prufuakstrinum bauð ég konunni og syninum með, konan gerir mikið af því að prjóna í framsætinu við hlið mér þegar við ferðumst. Þegar skyggja tók setti hún niður sólskyggnið og sá ljósið í loftinu sem henni þótti gott og sagði þá þessa gullsetningu: „Frábært þetta ljós fyrir aftan píkuspegilinn“.

Sonurinn var mjög ánægður með að í aftursætunum er hitari, en fyrir mína parta mætti vera sætishitari í aftursætum í fleiri bílum. Eftir prufuaksturinn verð ég að segja að það er ástæðulaust að breyta því sem gott er en verðið á bílnum er næstum það sama og fyrir tveim árum, en það er frá 4.890.777 og upp í 6.590.777.

3 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...