Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
En hver er þarna mættur frá sólarlöndum? Litli félagslyndi vinur minn, herra óðinshani. Segðu mér nú fréttir af heiminum á meðan þú hnykkir til hausnum á sundinu, mikið saknaði ég þín.
En hver er þarna mættur frá sólarlöndum? Litli félagslyndi vinur minn, herra óðinshani. Segðu mér nú fréttir af heiminum á meðan þú hnykkir til hausnum á sundinu, mikið saknaði ég þín.
Mynd / Sigurjón Einarsson
Á faglegum nótum 20. mars 2023

Margt býr í mýrinni

Höfundur: Iðunn Hauksdóttir, verkefnastjóri endurheimtar votlendis hjá Landgræðslunni.

„Skvamp, skvamp“. Þetta hljóð færir mig aftur til barnæsku, stígvéla og hopp í polla á afleggjaranum heima í sveit.

Loftið angar af blöndu af jarðvegi og gróðri og ég sting nefinu niður í svörðinn og þefa betur að mér ilminum. Í leiðinni sé ég örlitla sóldögg að gæða sér á flugu í slímugum kirtilhárunum. Heillar mig í hvert skiptið, kænskan í smæðinni. En hvað var þetta? SNÁKUR! Nei.

Dularfyllsta vera hafsins, állinn, sem mun aldrei gefa upp öll sín leyndarmál sama hvað maðurinn reynir að rannsaka hann. En nú þarf ég að passa mig. Þarna er tjörnin með brunnklukkum sem hoppa upp í mig. Svo er þarna uppáhaldsblómið mitt við tjarnarbakkann. Það á sér mörg nöfn en ég spyr mig hvers vegna horblaðka varð svo vinsælast. En hver er þarna mættur frá sólarlöndum? Litli félagslyndi vinur minn, herra óðinshani. Segðu mér nú fréttir af heiminum á meðan þú hnykkir til hausnum á sundinu, mikið saknaði ég þín. Ég finn svo löngun til að stinga hendinni ofan í moldina, hin fullkomna drullumallsmold sem ég móta í drullubollu í hendinni. Fátt tengir mann betur við náttúruna en moldugir puttar.

Svo er þarna uppáhaldsblómið mitt við tjarnarbakkann. Það á sér mörg nöfn en ég spyr mig hvers vegna horblaðka varð svo vinsælast. Mynd / Aðsend

Ég er orðin þyrst svo ég leggst á lækjarbakkann og sting hausnum næstum ofan í vatnið því það er svo ferskt og gott, eins tært og það getur orðið beint undan hrauninu. Hendi strái út í og byrja að elta það niður farveginn þar til það kemst út í vatn. Þar hoppar urriðinn upp úr vatninu eins og til að þakka fyrir heilbrigt búsvæði sitt í stöðugu vatnsyfirborði enda lítið rask á blautu landinu allt í kring. Þegar heim er komið eru sokkarnir blautir og tærnar kaldar en það besta bíður mín – að skipta yfir í hlýju ullarsokkana.

Flest mín ævintýri í æsku byrjuðu úti í mýri. Það var alltaf eitthvað nýtt að sjá því vatninu fylgir líf og svo mikill fjölbreytileiki. Í dag starfa ég hjá Landgræðslunni og reyni að miðla þekkingu minni til almennings. Mest langar mig þó að bjóða upp á ævintýraferðir í mýrina, sýna plöntur og dýr, drullumalla og sulla til að tengja fólk þessari náttúru sem leiðir af sér væntumþykju og virðingu.

Mýrar eru mun verðmætari vistkerfi en flestir átta sig á og það er kominn tími til að beina umræðunni frá þeirri einföldun að eina hlutverk þeirra sé að stöðva losun kolefnis. 96% af lífmassa jarðarinnar er maðurinn og hans húsdýr. Endurheimt snýst um að gera aðeins meira pláss fyrir þau 4% lífvera sem lifa villt á þessari jörð. Við þurrkun mýra þagna þau hljóð sem umluktu ævintýri mín í æsku en við hækkun vatnsstöðunnar gæðum við landið lífi á ný.

Það er alltaf opið fyrir umsóknir um endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni.

Skylt efni: Landgræðsla

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Tildra
4. desember 2024

Tildra