Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Myndirnar sýna tækin sem eru notuð við mælingarnar. Þessi mynd sýnir glæra mæliklefann.
Myndirnar sýna tækin sem eru notuð við mælingarnar. Þessi mynd sýnir glæra mæliklefann.
Á faglegum nótum 19. júlí 2023

Mælingar í mólendi

Höfundur: Urður Einarsdóttir, líffræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags.

Mælingar á kolefnisjöfnuði lands er eitt mikilvægasta verkefni í landnýtingarhluta loftslagsbókhalds Íslands, sem gjarnan er skammstafað LULUCF.

Urður Einarsdóttir.

Það er hluti af Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, sem er ein stærsta skuldbinding íslenskra stjórnvalda hvað varðar loftslagsmál.

LULUCF er skammstöfun fyrir enska heitið Land Use, Land Use Change and Forestry, eða landnýting, breytingar á landnýtingu og skógrækt, sem er lýsandi fyrir verkefnið, því það beinist að vöktun áhrifa landnýtingar, breytingum á landnýtingu og skógræktar á loftslagsbreytingar.

Gasmælingaverkefni loftslagsbókhaldsins er umfangsmikið verkefni sem snýr sérstaklega að vöktun kolefnisjöfnuðar í þurrlendisgróðri og -jarðvegi á Íslandi. Teymi Landgræðslunnar, ásamt starfsfólki náttúrustofa víða um land, fara um landið og mæla annars vegar áhrif ljóstillífunar gróðurs og hins vegar öndun jarðvegs til að geta reiknað hversu mikið koldíoxíð losnar og/eða binst í gróðri og jarðvegi.

Allir mælireitirnir eru staðsettir í mólendi en eru fjölbreyttir hvað varðar gróðurfar og tegundasamsetningu, en þetta er til þess að gefa okkur góða mynd af fjölbreytileika íslensks mólendis, sem er mikilvægt þegar kemur að öflun gagna af þessum toga.

Mælingarnar eru gerðar með sérstökum tækjum sem mæla flæði koldíoxíðs. Þær fara þannig fram að mæliklefa er komið fyrir á rörum sem hafa verið rekin niður í jarðveg og styrkur koldíoxíðs inni í klefanum er mældur í tvær mínútur. Þetta gefur okkur hugmynd um hversu mikið koldíoxíð losnar og/eða binst á mælipunktunum á þessu tímabili. Það að styrkur koldíoxíðs hækkar á tímabilinu köllum við losun og ef styrkurinn lækkar er binding á tímabilinu. Gerðar eru tvær mælingar á hverju röri, annars vegar með glærum klefa sem hleypir sólarljósi inn og mælir þá heildarlosun eða bindingu meðan gróðurinn ljóstillífar og hins vegar með hettu sem útilokar sólarljós og gerir okkur kleift að mæla einungis jarðvegsöndun og gefur okkur m.a. hugmynd um hvað á sér stað í myrkri. Mælingarnar eru síðan endurteknar reglulega yfir vaxtartímann; þær hefjast yfirleitt í maí og lýkur í september.

Myndirnar sýna tækin sem eru notuð við mælingarnar. Efri myndin sýnir glæra mæliklefann og á þessari mynd er sami mæliklefi með hulu.

Niðurstöðurnar hjálpa okkur að öðlast betri yfirsýn yfir þann breytileika sem mólendisvistkerfi Íslands búa yfir og eru mikilvægur liður í því að geta notað losunarstuðla sem eru í samræmi við íslenskar aðstæður í loftslagsbókhaldinu.

Fyrstu niðurstöður sýna að það er mikill breytileiki hvað varðar bæði losun og bindingu koldíoxíðs í íslensku mólendi. Bindingin – og losunin – ræðst af samspili nokkurra þátta. Það eru hitastig, raki í jarðvegi, birta, eðli gróðurs og almennt ástand lands. Þannig má segja að binding eigi sér alla jafna stað á uppskerumiklu landi í góðu ástandi, en illa farið land eða hnignað er mjög oft að losa koldíoxíð. Þannig tapast kolefni úr jarðveginum og hann missir smám saman frjósemi sína nema eitthvað sé að gert. Örfoka land, á hinn bóginn, sýnir mjög oft enga losun eða bindingu, enda eru þar forsendur fyrir hvorugu, hvorki gróður né kolefni í jarðveginum.

Hliðstæð vöktun á ræktarlandi og votlendi eru í undirbúningi eða þegar hafnar. Markmiðið er að fá heildaryfirsýn yfir loftslagsbúskap íslenskra gróðurlenda. Slíkar upplýsingar eru bæði mikilvægar til að hægt sé að átta sig á loftslagsáhrifum landnýtingar og til að hægt sé að meta almennt ástand lands og breytingar á því.

Skylt efni: Landgræðsla

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...