Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Lífræna geiranum gefinn meiri gaumur
Á faglegum nótum 2. ágúst 2023

Lífræna geiranum gefinn meiri gaumur

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Lífrænt Ísland

Meðal markmiða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til ársins 2030, sem snúa að lífrænni ræktun, eru meðal annars áhersluatriði um að að minnsta kosti 25 prósent af ræktuðu landi innan sambandsins verði að vera lífrænt ræktað, draga þurfi úr varnarefnanotkun og minnka næringarefnaleka um helming ásamt því að draga þurfi úr áburðarnotkun um 20 prósent.

Erla Hjördís
Gunnarsdóttir.

Ljóst er að lífræna geiranum er gefinn mun meiri gaumur en áður í Evrópu en í matvælastefnu Evrópusambandsins er heilum 49 milljónum evra meðal annars varið til kynningarefnis lífrænna vara ásamt samþættingu vara í lágmarks-skylduviðmiðum fyrir græn opinber innkaup. Þar að auki mun um 30 prósent af fjármagni úr Horizon Europe-sjóðnum verða veitt til þekkingarframfara á lífrænum matvælakerfum næstu fjögur árin.

Eitt skref í átt að aukinni vitundarvakningu almennings í Evrópu var að halda hátíðlegan lífræna daginn, 23. september 2021, sem jafnframt var fagnað í fyrra og vonandi um ókomin ár. Aðilar sem tengjast lífrænni framleiðslu á Norðurlöndunum fylgjast grannt með hverju skrefi sem tekið er innan raða Evrópusambandsins þegar kemur að þessum málaflokki og er ljóst að Íslendingar geta sannarlega fylgt löndum Evrópu fast eftir séu réttar forsendur til staðar.

Svíþjóð er eitt af leiðandi löndum heims þegar kemur að lífrænni framleiðslu og neyslu. Þegar kemur að hlutdeild lífræns ræktunarlands, hlutdeild lífrænna matvæla hjá hinu opinbera og einkaneyslu á lífrænum matvælum eru Svíar ofarlega þegar litið er til annarra landa heimsins. Árið 2022 jókst sala lífrænna matvæla í Svíþjóð um 2,5 prósent en sala beint frá bónda í þessum vöruflokki jókst um 5,9 prósent á sama tímabili.

Sömu þróun má sjá í Finnlandi þar sem framleiðsla á lífrænum matvælum eykst hægt og rólega. Ræktun lífrænna vara eykst um nær tvö prósent árlega en í Evrópu er sú tala helmingi hærri. Svíar standa betur að vígi en Finnar þegar kemur að framleiðslu lífrænna matvæla en vegna þess búast Finnar við mun meiri eftirspurn eftir slíkum vörum á næstu árum og áratugum í sínu heimalandi. Yfir tíu prósent af ræktunarsvæði í Finnlandi er nú nýtt til lífrænnar framleiðslu en tæplega 4.500 býli stunda nú lífrænan búskap.

Heildarlandsvæði í Noregi sem er vottað lífrænt er 4,3% af heildarlandbúnaðarlandi landsins. Heildarfjöldi bænda í lífrænni ræktun í Noregi eru tæplega tvö þúsund talsins. Í Noregi eru nokkur áhugaverð verkefni sem tengjast lífræna geiranum og eitt þeirra kallast Hvetjandi bændur þar sem áhugasamir og rótgrónir lífrænir bændur vinna að því að hvetja starfsbræður sína og nýliða í greininni til að fjárfesta í lífrænni framleiðslu. Hlutverk þeirra er einnig að hvetja matvörukeðjur, verslanir og neytendur, þar á meðal stóreldhús, til að forgangsraða lífrænum vörum sem framleiddar eru í Noregi. Í dag eru hvetjandi bændur orðnir 40 talsins um allt land og hvetjandi verslanir hafa einnig bæst við verkefnið.

Danir fullyrða að þeir séu með þeim fremstu í heimi þegar kemur að lífrænni framleiðslu og sölu á lífrænum vörum og sýna tölur að sú er raunin en um 80 prósent Dana kaupa lífrænar vörur. Árið 2021 voru Danir með hæstu lífrænu markaðshlutdeild í heimi, eða 13 prósent.

Helmingur íbúa Danmerkur kaupa lífrænar vörur í hverri viku. Það er kannski ekki svo skrýtið þar sem Danir voru fyrsta landið til að koma á reglum fyrir lífræna framleiðslu, ríkiseftirliti með lífrænni framleiðslu og fyrsta landið til að innleiða lífræna merkið Ø ásamt því að vera fyrstir í heiminum til að kynna þjóðarmarkmið um að 60 prósent matvæla ættu að vera lífræn í opinberum eldhúsum.

Það er því ljóst að í Evrópu og á Norðurlöndunum er lífræna hreyfingin á fleygiferð í átt að mörgum jákvæðum skrefum. Því má síðan bæta við í lokin að forsvarsmenn lífræna geirans á Norðurlöndunum hafa allir hafið undirbúning fyrir stærstu sýningu lífrænna matvæla á Norðurlöndunum, Nordic Organic Food Fair, sem haldin verður dagana 15. og 16. nóvember næstkomandi í Malmö í Svíþjóð. Það væri því ekki úr vegi fyrir aðila hérlendis, sem tengjast ræktun lífrænna matvæla, að bera saman bækur við starfsbræður sína í Malmö.

Skylt efni: Lífrænt Ísland

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...