Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Landbrot að verki. Aldan er kolsvört af sandi sem hún losar úr bakkanum.
Landbrot að verki. Aldan er kolsvört af sandi sem hún losar úr bakkanum.
Mynd / Þórir N. Kjartansson
Á faglegum nótum 15. maí 2023

Landgræðsla og landbrot í Víkurfjöru

Höfundur: Gustav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri á sviði verndar og endurheimtar og Árni Eiríksson, hópstjóri í Gunnarsholti.

Um áratuga skeið hefur landgræðsla verið mikilvægt verkefni í Víkurfjöru en síðan þorpið byggðist upp hefur ávallt þurft að verja byggðina fyrir ágangi sands.

Árni Eiríksson.

Gustav Magnús Ásbjörnsson.

Stöðugt landbrot af völdum sjávar hefur einnig verið viðfangsefni sem Vegagerðin hefur brugðist við með byggingu varnargarða.

Mikill ágangur sjávar brýtur stöðugt af grónu landi milli sjávar og byggðar sem getur fangað sandinn áður en hann berst inn í þorpið. Á síðastliðnum árum hafa tugir metra af landi tapast með þessum hætti og fjöruborðið færist stöðugt nær byggðinni. Varnargarðar sem Vegagerðin hefur byggt hafa hægt á þessari þróun og nær stöðvað hana vestan Víkurár. Austar er fjaran enn að ganga nær byggðinni og sér orðið á veikbyggðum sjóvarnargarði sem ver byggðina. Austan við byggðina austur að nýlegum Kötlugarði er sjávarkamburinn farinn, svo sjór gengur í verstu veðrum upp að þjóðvegi 1.

Bygging varnargarðanna hefur haft það í för með sér að stór sandsvæði verða til í skjóli þeirra, tímabundið eftir vindátt hverju sinni. Þessi sandur getur fokið inn í þorpið með tilheyrandi óþægindum, tjóni og kostnaði fyrir íbúa. Landgræðslan, í samvinnu við sveitarfélagið og áhugafólk á svæðinu, hefur unnið að því að draga úr sandfokinu um áratuga skeið en viðfangsefnið er erfitt vegna þess hve óstöðug fjaran er og lítið er eftir af grónum svæðum til að vinna með.

Yfirlitsmynd yfir Víkurfjöru og sandvarnargarða. Sandfok yfir byggðina sést glögglega sem og hversu stutt er úr fjöru í byggðina.

Í skjóli varnargarðanna hefur þó náðst árangur við að stöðva gróðureyðingu og byggja upp gróður sem getur dregið úr sandfoki. Sérstaklega á þetta við vestast á svæðinu, en þar var fyrri varnargarðurinn byggður.

Skilyrði þess að landgræðsla sé möguleg lausn er að stöðug fjara og svæði þar sem gróður þolir sandfok sé til staðar. Í dag á þetta ekki við á austanverðu svæðinu og því möguleikar til aðgerða takmarkaðir í landgræðslu.

Nú í sumar á að vinna að styrkingu gróðurs eins og unnt er í fjörunni. Er það gert með því að sá melgresi í ný sandsvæði sem eru að myndast vestast í fjörunni og styrkja gróður milli fjöru og byggðar með áburðargjöf. Svigrúm til þess hefur þó farið síminnkandi með árunum vegna landbrotsins.

Austan Víkurár er frekari vörn gegn ágangi sjávar lykilatriði í því að koma böndum á sandfok og landeyðingu. Sveitarfélagið, Vegagerðin og Landgræðslan hafa unnið að mögulegum lausnum en frekari aðgerðir eru nauðsynlegar til verndar þorpinu. Að mati greinarhöfunda býr ekkert þéttbýli á Íslandi við sambærilega náttúruvá og Vík í Mýrdal og því telur Landgræðslan brýnt að farið sé í heildstæða skoðun á mögulegum varnaraðgerðum og hlýtur það að vera verkefni næstu missera.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...