Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kryddjurtir eru ýmist ein- eða tvíærar eða fjölærar og misharðgerðar við íslenskar aðstæður.
Kryddjurtir eru ýmist ein- eða tvíærar eða fjölærar og misharðgerðar við íslenskar aðstæður.
Á faglegum nótum 16. ágúst 2021

Krydd í tilveruna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Guðríður Helgadóttir

Hver hefur ekki áhuga á því að fá dálítið krydd í tilveruna? Kryddjurtir fást í miklu úrvali í gróðrarstöðvum og er nokkuð algengt að fólk þjáist af töluverðum valkvíða þegar það stendur frammi fyrir kryddjurtastóðinu.

Graslaukur í fullum skrúða.

Þessar bragðgóðu plöntur eru ýmist ein- eða tvíærar eða fjölærar og misharðgerðar við íslenskar aðstæður en hver og einn ætti að geta fundið plöntur sem henta bæði bragðlaukum og vaxtarskilyrðum heima við. Fjölærar kryddjurtir er sniðugt að gróðursetja í og við matjurtagarðinn þar sem þær standa áfram næstu ár. Í þessum flokki eru til dæmis graslaukur, blóðberg, piparmynta, skessujurt og kjarrmynta. Ein- eða tvíærar kryddjurtir, eins og kóríander, steinselja og dill má vissulega gróðursetja í matjurtagarðinn en einnig er sniðugt að raða saman nokkrum lykiltegundum í ker og/eða potta og hafa við höndina nálægt grillinu eða eldhúsglugganum, þá er fljótlegt að nálgast þær í matseldina.

Almennt vilja þessar kryddtegundir sólríkan vaxtarstað og frjósaman jarðveg og ef þær eru ræktaðar í pottum yfir sumarið er nauðsynlegt að fylgjast vel með vökvun, jafnvel vökva þær með blómaáburði einu sinni til tvisvar í viku. Basilika er gjarnan seld í gróðrarstöðvum en hún er kuldaskræfa og hentar því best að hafa hana í gróðurhúsi eða inni í eldhúsi á sæmilega björtum stað.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun