Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Sinnepsjurt. Sinnep er með ýruefni frá náttúrunnar hendi.
Sinnepsjurt. Sinnep er með ýruefni frá náttúrunnar hendi.
Mynd / Erfan Afshari – Unsplash
Á faglegum nótum 31. ágúst 2023

Hvað eru ... Ýruefni?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Einföldustu dæmin um ýruefni eru eggjarauða, þar sem virka efnið er lesitín, og sinnep, sem inniheldur jurtaslím (e. mucilage). Einföld ýruefni sem þessi eru skaðlaus, en mörg þeirra sem eru unnin eða mynduð við efnasmíði geta haft neikvæð áhrif.

Ýruefni, bindiefni og þykkingarefni eru auðkennd með E-númerum frá E400-499 (fyrir utan E420-E422). Í enskum innihaldslýsingum er hægt að bera kennsl á ýruefni undir heitinu emulsifier.

Á síðustu misserum hefur verið umræða um neikvæð áhrif ofurunna matvæla (e. ultra processed foods) á heilsuna. Þau eru talin eiga mikla sök á ótímabærum dauðdaga út af kvillum eins og offitu, sykursýki 2, krabbameini og heilablóðfalli. Jafnvel geta ofurunnin matvæli leitt til þunglyndis og heilabilunar.

Ýruefni virka eins og sápa

Ein besta leiðin til að bera kennsl á ofurunnin matvæli er að leita eftir ýruefnum, en þau eru gjarnan notuð til að binda saman innihaldsefni sem er búið að umbreyta. Þegar búið er að vinna efni úr t.a.m. soja eða maís er hægt að nota ýruefnin til að láta matinn bragðast og vera með sömu áferð og minna unnin matvara.

Ýruefni í matvælum eru samþykkt af Evrópsku matvæla- stofnuninni (EFSA) og hefur þeim verið úthlutað E-númeri. Þau teljast ekki eitruð, en langtímaáhrif þeirra á líkamann og meltinguna eru ekki þekkt. Í raun virka þau á margan hátt eins og hreinsiefni, þar sem þau leysa upp fitu – rétt eins og sápa. Nýjar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að ýruefni valdi ójafnvægi í meltingunni, með því að drepa góðu bakteríuflóruna og skola burt slímið sem hylur þarmana. Í staðinn koma bakteríur sem leiða til garnabólgu og óvarðir þarmarnir leka. Bakteríurnar geta leitað í lifrina, sem kann að valda lifrabólgu. Það getur enn fremur leitt til feitrar lifrar eða lifrarkrabbameins.

Ein besta leiðin til að sneiða hjá ýruefnum er að kynna sér innihaldslýsingar matvæla og elda sjálfur mat úr hreinum hráefnum. Eitt auðveldasta dæmið er að skipta út tilbúnu morgunkorni fyrir hafragraut eða múslí. Jafnframt er hægt að fá sér hnetur og ávexti í millimál, í stað kex eða annars skyndifæði.

Erfitt að sneiða hjá

Þegar innihaldslýsingar eru skoðaðar sést að mjög algengt er að íslenskt kjötálegg og pylsur séu með E450 og E451. Standi hins vegar „hydroxypropyl methylcellulose“, „ein- og díasetýlvínsýruesterar ein- og tvíglýseríða af fitusýrum“, „karboxýmetýlsellulósi“ eða eitthvað álíka óskiljanlegt, bendir það til þess að matvaran sé ofurunnin og innihaldi ýruefni.

Neytendur þurfa að takast á við þá þrekraun að unnin matvara með ýruefnum er oft markaðssett sem hollur valkostur með minna af sykri, fitu og salti. Jafnframt eru þessi matvæli oft einföld og ódýr og margir ekki í stöðu til að velja hollari fæðu. Enn fremur benda rannsóknir til þess að unnin matvæli séu ávanabindandi og að við þurfum meira til að gera okkur södd.

Athugaðu hvort þú getir gert heimilisinnkaupin án þess að versla mat með ýruefnum. Það er hægara sagt en gert, því þau leynast víða.

Heimildir: Mast, Wikipedia, Snara, Chris van Tulleken

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...