Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hvað er ... Vegan?
Mynd / Unsplash
Á faglegum nótum 6. júní 2023

Hvað er ... Vegan?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Veganismi er lífsstíll sem byggir á því að sneiða hjá hagnýtingu dýra. Fólk sem er vegan borðar ekki dýraafurðir og forðast jafnvel fatnað úr efnum sem eru fengin frá skepnum.

Vegan er ekki það sama og að vera grænmetisæta. Síðarnefnda skilgreiningin tekur einungis til fæðu og felur í sér að borða ekki mat sem útheimtir dráp á dýri – þ.e. borða ekki kjöt og fisk. Grænmetisætur láta sér ekki muna um að borða egg og drekka mjólk.

Ekki er til nein algild skilgreining á veganisma og er mismunandi hversu „hreintrúað“ fólk er í sínum lífsstíl. Algengt er að fólk sem er vegan láti sér ekki muna um að fá sér kjöt við sérstakar aðstæður eða haldi áfram að nota leðurskó og ullarhúfu eftir að hafa tekið upp lífsstílinn. Enska orðinu „vegan“ hefur verið snúið á íslensku með orðinu „grænkeri“.

Ástæður þess að fólk ákveður að verða vegan snúa gjarnan að dýraverndunar- eða umhverfis- sjónarmiðum. Síðarnefnda atriðið hefur verið í umræðunni í samhengi við loftslagsbreytingar. Oft útheimtir ræktun dýraafurða meiri notkun auðlinda en framleiðsla sama kaloríu- fjölda úr plöntuafurðum.

Jafnframt losa jórturdýr, eins og nautgripir og sauðfé, loftslags- tegundina metan. Þeir sem taka veganisma alla leið nota ekki nein föt úr dýraafurðum. Þar má helst nefna ull og leður. Hunang er ein þeirra afurða sem ekki er hægt að skilgreina sem vegan.

Vegan hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum og úrval vegan matvæla hefur aukist í verslunum. Enn fremur er fatnaður úr gerviefnum oft markaðssettur sem vegan. Samkvæmt umhverfiskönnun Gallup frá árinu 2022 borða 1,4 prósent Íslendinga ekkert úr dýraríkinu, eða eru vegan. Árið 2019 var þetta hlutfall eitt prósent. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í Bandaríkjunum árið 2019 kom fram að tvö til þrjú prósent skilgreindu sig sem vegan.

Í dýraafurðum er mikið af næringar- efnum sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Því þurfa grænkerar að skipuleggja mataræðið sitt þannig að þeir fái nóg af kalki, B-12 og D-vítamínum, Omega-3 fitusýrum, járni, joði og selen.

Í stað kalksins sem annars fengist úr mjólkurafurðum geta þeir sem eru vegan borðað grænt grænmeti, eins og brokkólí og kál. Þó spínat innihaldi mikið kalk, þá er það að mestu ómeltanlegt. D-vítamín er í feitum fiski, rauðu kjöti, lifrum og eggjarauðum. Grænkerar þurfa að nálgast það með bætiefnum. Fiskmeti og mjólkurvörur innihalda mikið magn af B-12, en grænkerar þurfa að fá vítamínið með bætiefnum. Járn er helst að finna í rauðu kjöti, en grænkerar geta neytt bauna, spergilkáls, heilkorna brauðs, hneta og dökkgræns grænmetis.

Omega-3 fitusýrur eru í feitum fiski en grænkerar geta nálgast næringar- efnið meðal annars í repjuolíu, chia- fræum og valhnetum. Rannsóknir benda þó til að þessar fitusýrur fengnar úr plönturíkinu verji fólk ekki eins vel fyrir hjartasjúkdómum og Omega-3 úr fiski.

Samtök grænkera taka fram að þeir sem eru vegan geti átt gæludýr. „Gæludýr sem lifa með okkur sem fjölskyldumeðlimir og fá góða umönnun geta kennt manninum virðingu fyrir dýrum,“ segir á heimasíðu samtakanna. Þar er þó tekið fram að samtökin setji sig á móti fjöldaframleiðslu gæludýra þar sem dýrin fá ekki einstaklingsbundna umönnun.

Skylt efni: Hvað er ... ?

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...