Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hamprækt á Íslandi?
Á faglegum nótum 8. ágúst 2023

Hamprækt á Íslandi?

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur hjá BÍ og félagsmaður í Hampfélaginu og Þórunn Þórs Jónsdóttir, stjórnarformaður og einn af stofnendum Hampfélagsins.

Bændasamtök Íslands (BÍ), í samstarfi við Hampfélagið, lögðu nýlega fram könnun sem er opin öllum áhugasömum til 15. ágúst. Könnunin er aðgengileg á heimasíðum og samfélagsmiðlum félaganna, bondi.is og hampfelagid.is.

Hamprækt á Íslandi er fjarlæg hugmynd í augum margra en það var kartaflan líka þegar hún var fyrst kynnt fyrir Íslendingum fyrir þremur öldum. Enginn hefur farið varhluta af kartöflum. Það er ærin ástæða til að trúa á að iðnaðarhampur geti orðið að nýrri „kartöflu“ fyrir íslenskan landbúnað. Sú ímynd af hampi sem náð hefur að skjóta hvað dýpstum rótum hérlendis er væntanlega sprottin frá Bandaríkjunum á tímum hippanna en þá fékk hampurinn orð á sig fyrir að vera eiturlyf. Allur annar ávinningur hampplöntunnar féll þar með í skugga þessara heilasljóvgandi áhrifa og þannig hefur það bara verið.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar og í dag hafa vísindamenn náð orðstír hampsins aftur til vegs og virðingar. Það er nefnilega fjölmargt sem hampplantan getur gefið okkur. Sumir segja að hampur sé eina plantan sem æðri máttarvöld hafi ætlað manninum því hún veitir flest það sem mannveran þarfnast. Fyrir utan afurðir eins og trefjar í föt, stöngla í steypu og olíur til heilbrigðis má nefna jarðvegsbæti og kolefnisbindingu.

Ýmsir frumkvöðlar hafa prófað að rækta iðnaðarhamp hérlendis og er árangurinn misjafn, rétt eins og við var að búast; því þekking og reynsla er mislangt á veg komin. Þeirmsem hafa náð tökum á ræktuninni hefur þó tekist að sýna fram á að ræktunin er auðveldari en marga hefði grunað. Áskorunin nú er að skilgreina viðráðanleg markmið og finna viðeigandi markað fyrir þá afurð sem ætlunin er að rækta. Þá þarf að vita hvaða möguleikar eru fyrir hendi; hvar, hve mikið og fleira eftir því.

Tilgangur könnunarinnar er að safna upplýsingum til greiningar á núverandi stöðu iðnaðarhampræktar hérlendis og kanna mögulegt umfang hampræktar út frá því. Með viðunandi fjölda svara úr könnuninni má reikna með að hægt verði að áætla hvar á landinu sé mestur áhugi á hamprækt, hvaða landkostir eru til umræðu, flatarmál mögulegs ræktunarlands og ytri skilyrða og upp úr þeim gögnum má til dæmis gera útreikning á mögulegu framboði hráefnis og setja í samhengi við vaxandi eftirspurn.

Könnunin er gerð til að vinna að framgangi iðnaðarhampræktar á Íslandi.

Skylt efni: Hamprækt

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...