Greniryðsveppur
Á faglegum nótum 20. júní 2025

Greniryðsveppur

Höfundur: Helga Ösp Jónsdóttir og Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingar hjá Landi og skógi.

Greniryð er plöntusjúkdómur sem leggst á ýmsar tegundir af greni og er af völdum ryðsveppsins Chrysomyxa abietis. Hér á landi leggst ryðsveppurinn helst á rauðgreni og blágreni en erlendis sýkir hann þar að auki sitkagreni, hvítgreni og broddgreni.

Greniryðsveppur vex eingöngu á greni og hefur því engan millhýsil eins og algengt er hjá öðrum ryðsveppum. Það sem er einkennandi fyrir greniryðsvepp og gott til greiningar á honum er að hann er bundinn við yngstu tvo árganga af barrnálum en hann leggst hvorki á brum né greinar. Því eru góðar líkur á að trén jafni sig með tímanum eftir sýkingu og verði græn á ný.

Smitun á sér stað snemma að sumri til þegar vöxtur er hafinn og nýútsprungnar nálar líta dagsins ljós. Einkenni verða þó ekki áberandi fyrr en síðsumars þegar bera fer á ljósum þverröndum á yngstu nálum plöntunnar sem gulna síðan meira eftir því sem líður á haustið. Um haustið myndar ryðsveppurinn þelgró í gróbeðum innan í sýktum nálum. Þelgró eru dvalargró ryðsveppsins sem hafa það hlutverk að varðveita sveppinn yfir óhagstæð tímabil, til dæmis yfir vetrarmánuðina. Sýktar nálar hanga oftast á trénu fram yfir næsta vetur þar sem þelgróin liggja í dvala.

Vorið eftir að smit hefur átt sér stað myndast rauðbrúnir aflangir flekkir á sýktum nálum frá fyrra ári þar sem gróbeðir sveppsins brjótast út um yfirhúð nálanna og þelgróin verða sýnileg. Í kjölfarið spíra þelgróin og mynda svokölluð kólfgró. Þau eru gulleit, duftkennd sveppgró sem hafa þann eiginleika að geta smitað nýjar nálar ef réttar aðstæður eru til staðar. Kólfgró berast t.d. með vindi og regni yfir á nýjar nálar og smita þær svo lengi sem yfirhúð nálanna er þunn og nægur raki er til staðar. Þegar smitferlinu er lokið falla ársgamlar nálar af trénu.

Oft verður vart við þennan sjúkdóm að vori til þegar gular nálar frá fyrsta ári eru áberandi ásamt því að gulleit, duftkennd kólfgró verða sýnileg. Greniryð er mest áberandi í hlýjum og rökum sumrum eins og svo algengt er hjá öðrum ryðsveppum.

Barrfall af völdum sjúkdómsins getur vissulega valdið einhverju vaxtartapi en sjaldan svo mikið að það dragi verulega úr vexti eða drepi tré. Greni þolir að missa eins árs gamlar nálar stöku sinnum en ef um endurtekna sýkingu er að ræða til lengri tíma geta afleiðingarnar orðið verri og leitt til trjádauða. Sjúkdómurinn veldur sjaldnast verulegum skaða nema einna helst sjónrænum skaða í ræktun jólatrjáa þar sem tré með gular nálar og nálalausar greinar eru ekki eftirsótt jólatré.

Ekki er talin ástæða til að grípa til sérstakra varnaraðgerða gegn greniryðsvepp. Rétt val á efniviði til skógræktar ásamt góðri umhirðu og grisjun dregur almennt úr áhættu á skógarskaða og bætir heilbrigði skóga. Val á réttum efniviði fer eftir markmiði skógræktar í hvert sinn. Rétt er að nefna að munur virðist vera á smitnæmi gegn greniryði hjá mismunandi kvæmum af rauðgreni. Mikilvægt er að hafa það í huga t.d. við skipulagningu á ræktun jólatrjáa í framtíðinni.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...