Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í góðu yfirlæti í Hvalvatnsfirði.
Í góðu yfirlæti í Hvalvatnsfirði.
Mynd / HKr
Á faglegum nótum 1. mars 2021

Framleiðsla og sala á kindakjöti árið 2020

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - unnsteinn@bondi.is

Árið 2020 verður af mörgum ástæðum haft til viðmiðunar þegar sagan verður rýnd. Árið sem Covid-19 breytti heimsmyndinni. Fyrir sauðfjárbændur var árið að hluta til stormasamt en það var líka gjöfult. Þannig var fallþungi í haust með allra besta móti.

Samdráttur í komu ferðamanna hafði mikil áhrif á kjötmarkaði einkum þó á sölu á dilkakjöti. Staða á innlendrar kjötframleiðslu er mjög viðkvæm um þessar mundir. Markaðsbrestir samhliða breytingum á tollvernd skapa mikla óvissu um þróun næstu misserin. Afkoman er óviðunandi og erfitt að sjá fyrir hvenær næst að rétta þá stöðu.

Vetrarfóðraðar kindur

Ásetningstölur ársins 2021 sýna áframhaldandi fækkun sauðfjár milli ára. Alls fækkar um tæplega 13 þúsund vetrarfóðraðar kindur sem er 3,1% fækkun milli ára. Alls hefur vetrarfóðruðum kindum fækkað um 77 þúsund frá því sem var í upphafi árs 2016. Þetta er heildarfækkun upp á 16,2%.

Framleiðsla á kindakjöti

Heildarframleiðsla á kindakjöti árið 2020 var 9,380 tonn. Þar af voru framleidd 8.203 tonn af dilkakjöti og 1.176 tonn af öðru kjöti. Framleiðsla á dilkakjöti árið 2019 var 8.378 tonn og er því um að ræða 2,1% samdrátt milli ára. Frá árinu 2016 hefur framleiðsla á dilkakjöti dregist saman um 1.080 tonn eða 11,6%. Gert er ráð fyrir því að framleiðsla ársins 2021 verði 7.900-8.000 tonn af dilkakjöti.

Fallþungi

Meðal fallþungi haustið 2020 var 16,89 kg/dilk samanborið við 16,52 kg/dilk árið 2019. Alls var slátrað á árinu 486 þúsund lömbum. Framleiðsla ársins 2020 var um 200 tonnum meiri en gert var ráð fyrir vegna góðs vænleika dilka síðastliðið haust.

Sala innanlands

Heildarsala á kindakjöti árið 2020 var 6.200 tonn samanborið við 7.086 tonn árið áður. Sala á dilkakjöti var 5.366 tonn og dregst saman um 16% milli ára. Sala á öðru kjöti var 834 tonn sem er aukning um 21% milli ára. Ef skoðuð er söluþróun ársins í dilkakjöti þá var 8% söluaukning milli ára eftir fyrsta ársfjórðung. Um mitt ár verður greinilegur samdráttur í sölu, í kjölfar Coivd-19, sem kemur fram í því að loknum öðrum ársfjórðungi var 3% samdráttur milli ára. Að loknum þriðja ársfjórðungi var samdrátturinn orðinn 14% og endar svo í 16% samdrætti í loki árs. Meiri samdráttur varð í sölu á dilkakjöti en öðrum innlendum kjöttegundum. Stærsti hluti skýringarinnar er líklega sá að hlutfallsleg neysla ferðamanna á lambakjöti er meiri en á öðrum kjöttegundum.

Birgðir í lok árs

Alls voru birgðir af kindakjöti í lok árs 5.419 sem er 16% aukning milli ára. Birgir af dilkakjöti aukast um 879 tonn milli ára eða 21% en birgðir af öðru kjöti dragast saman um 104 tonn milli ára eða um 19%.

Þróun smásöluverðs innanlands

Árið 2020 hækkaði vísitala neysluverð um 4,3% á sama tímabili hækkar vísitala lambakjöts um 4,9 %.

Ef litið er til þróunar á verðlagi frá upphafi árs 2016 þá hækkar vísitala neysluverð um 14,4% yfir tímabilið en lambakjöt aðeins um 8,8%. Ef þróun smásöluverðs lambakjöts árið 2020 er skoðuð nánar þá stóð vísitala lambakjöts í stað eða gaf nokkuð eftir framan af ári. Það er ekki fyrr en á fjórða ársfjórðungi sem kemur fram hækkun á smásöluverði lambakjöts sem gerir það að verkum að verðþróun lambakjöts fylgir almennri þróun verðlags yfir árið.

Útflutningur

Heildarútflutningur kindakjöts árið 2020 var 1.792,5 tonn samkvæmt gagnagrunn Hagstofu Íslands. Árið 2019 var heildarútflutningur 2.866 tonn og er því hér um að ræða samdrátt upp á 36,8%.

Verðmæti útflutnings

Heildarverðmæti útflutnings á kindakjöti árið 2020 nam 1.242,1 milljón samanborið við 1.908 milljónir árið 2019, samkvæmt gagnagrunni Hagstofu Íslands. Reiknað einingaverð alls útflutnings árið 2020 er 693 kr/kg, sem er 3,7% hækkun frá árinu áður þegar einingaverð alls útflutnings var 666 kr/kg. Þess ber að geta að talsverð breyting verður á samsetningu útflutnings milli ára. Þannig er hlutfall tollflokka þar sem um er að ræða slög, afskurð, kjöt af fullorðnu 49% árið 2019 en er 61% árið 2020.

Ef skoðaðir eru sérstaklega þeir tollflokkar sem ná yfir frosið lambakjöt (heilir skrokkar, skrokkhlutar, úrbeinað), þá nemur hann á árinu 616 tonnum fyrir 566 milljónir sem gerir meðal einingaverð 918 kr/kg. Ári áður var flutt út í sömu vöruflokkum 1.382 tonn fyrir 1.084 milljónir sem gerir meðal einingaverð 784 kr/kg.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...