Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flutningar á nautgripum
Á faglegum nótum 3. janúar 2020

Flutningar á nautgripum

Höfundur: Sigrún Bjarnadóttir, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun
Eins og flestir búfjáreigendur vita er landinu skipt upp í 25 varnarsvæði eða hólf með svokölluðum varnarlínum sem ýmist eru girðingar eða náttúrulegar hindranir. Flutningar á nautgripum á milli hólfa (yfir varnarlínur) eru háðir leyfi Matvælastofnunar. Flutningar á nautgripum innan varnarhólfa eru aðeins skráningarskyldir í hjarðbók t.d. í Huppa.is (ekki þarf að sækja um).
 
Þegar flytja á nautgripi yfir varnarlínur er það kaupandinn sem sækir um flutningsleyfið á Þjónustugátt Matvælastofnunar og það er héraðsdýralæknir í umdæmi kaupandans sem afgreiðir leyfin.
 
Umsóknir
 
Þegar umsókn um flutning nautgripa berst til Matvælastofnunar er framkvæmd ítarleg skoðun til þess að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknina eða hafna henni. Garnaveiki er fyrst og fremst sá sjúkdómur sem óttast er að geti fylgt í kjölfar nautgripaflutninga. Þess vegna er allur flutningur á nautgripum frá búum þar sem garnaveiki hefur greinst undanfarin 10 ár bannaður. Listi yfir garnaveikibæi á heimasíðu Mast er uppfærður reglulega.
 
Viðauki við reglugerð nr. 911/2011 um garnaveiki og varnir gegn henni segir til um hvar á landinu er skylt að bólusetja lömb og kið: 
 
  • Á Suðvesturlandi og Vestur­landi frá Markarfljóti að Hvammsfjarðarlínu úr Hvamms­firði í Hrútafjörð. Ekki er þó skylt að bólusetja á fjár­skipta­bæjum í Biskups­tungum eða í Vestmanna­eyjum.
  • Á Norðurlandi frá Húnaflóa að Skjálfandafljóti og einnig í Skútustaðahreppi. Ekki er þó skylt að bólusetja í Miðfjarðar­hólfi eða í Grímsey.
  • Á Austurlandi, frá Smjörfjalla­línu að Hamarsfjarðarlínu. Undanskildir eru þó bæir í Suðurdal/Suður­byggð í Breið­dal og á Berufjarðar­strönd norðan Berufjarðar­botns.
  • Á Suðausturlandi frá Hamars­fjarðarlínu að Jökulsá á Breiða­merkursandi.
 
Hérlendis hefur aldrei fundist hinn alvarlegi sjúkdómur kúagarnaveiki heldur er hér um að ræða sauðfjárgarnaveiki sem þó getur smitast yfir í nautgripi. Bólusetning sauðfjár gegn garnaveiki er ekki trygging fyrir því að það geti ekki smitast, aðeins að það veikist ekki, og þar af  leiðandi getur smit eftir sem áður borist  í nautgripi. Þess vegna stafar mestri hættu af flutningi nautgripa af svæði þar sem bólusett er við garnaveiki yfir á svæði þar sem ekki er bólusett. Það er vegna þess að ef nautgripur smitaður af garnaveiki kæmi inn á svæði þar sem ekki er bólusett, gæti hann verið búinn að smita marga gripi áður en það uppgötvast, því sjúkdómurinn er lengi að búa um sig og smitefnið getur hafa dreifst með saur í langan tíma. Það gefur því auga leið að tjónið getur orðið umtalsvert og krafa yrði gerð um skyldubólusetningu á svæðinu.
 
Hins vegar er líklegt að leyfi fengist til þess að flytja nautgripi: 
  • milli svæða þar sem bólusett er í báðum hólfum
  • milli svæða þar sem bólusett er í hvorugu hólfi
  • frá svæði þar sem ekki er bólusett yfir á svæði þar sem er bólusett 
Á þessu er þó sá fyrirvari að þó að bólusett sé í Snæfellsneshólfi þá er það líflambasöluhólf og það mundi glata þeirri stöðu ef þar kæmi upp garnaveiki. Því má bara leyfa flutning á nautgripum í hólfið frá svæðum sem eru laus við garnaveiki og ekki er bólusett.
 
Héraðsdýralæknir sem afgreiðir umsókn um flutning á nautgripum tekur einnig tillit til hvort aðrir sjúkdómar gætu verið á ferli eins og t.d. veiruskita sem gæti orðið til þess að flutningi sé hafnað eða honum seinkað.
 
Einnig tekur héraðsdýralæknir afstöðu til þess hvort hafna þurfi umsókn um flutning vegna áhættu við riðusmit, t.d. ef óskað er eftir því að flytja nautgripi frá búi sem er á miklu riðusvæði, yfir á bú sem er með sauðfé og er staðsett á hreinu svæði.
 
Algjört skilyrði til þess að leyfi til flutnings fáist er að skráningar í hjarðbók séu uppfærðar reglulega og gefi rétta mynd af hjörðinni. Einnig gætu niðurstöður eftirlits haft áhrif á afgreiðslu umsókna.
 
Sigrún Bjarnadóttir,
dýralæknir nautgripa-
og sauðfjársjúkdóma
hjá Matvælastofnun
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...