Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
CFIT kerfið reiknar út þunga kúa og fylgist með áti þeirra.
CFIT kerfið reiknar út þunga kúa og fylgist með áti þeirra.
Á faglegum nótum 8. maí 2023

Fagþing dönsku nautgriparæktarinnar 2023 - Þriðji hluti

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Hið árlega og einkar áhugaverða danska fagþing nautgriparæktarinnar, Kvægkongres, var haldið í lok febrúar sl. og líkt og undanfarinn áratug voru þar flutt ótal erindi sem eiga mörg hver erindi við íslenska bændur.

Fagþingið, sem er í senn bæði ársfundur félagasamtaka danskra nautgripabænda og fagfundur helsta vísindafólks í greininni, stóð í tvo daga og var skipt upp í 12 málstofur með 67 erindum. Í þessari grein verður gripið niður í nokkur erindi sem voru flutt í málstofunum um dýraheilbrigði og -velferð og nýtingu.

7. Dýraheilbrigði og -velferð

Í málstofunni voru flutt fimm erindi og sneri eitt þeirra m.a. að því hvers vegna fjölónæmar bakteríur eru að verða stærra og umfangsmeira vandamál en verið hefur. Skýringin á því er nánast hömlulaus og röng notkun á sýklalyfjum í fjölmörgum löndum, bæði í landbúnaði en ekki síður í almennri heilbrigðisþjónustu. Þannig er t.d. aðgengi að slíkum lyfjum víða þannig að fólk getur einfaldlega keypt þau í næsta apóteki án lyfseðils.

Þetta leiðir bæði til ofnotkunar og rangrar notkunar og bakteríurnar þróast þá samhliða slíkri notkun, aðlagast og þannig geta þróast afbrigði sem eru hreinlega ónæm fyrir lyfjameðferð. Þetta er auðvitað grafalvarlegt og getur valdið stórtjóni ef ekki verður brugðist við og/eða ný lyf koma fram sem ráða við þessar breyttu bakteríur.

Um þetta fjallaði erindi læknisins Ute Wolff Sönksen og dýralæknisins Øystein Angen. 

Þeir sögðu í erindi sínu að þó svo að mörg lönd, svo sem Ísland og Noregur, hafi náð verulega góðri stjórn á notkun sýklalyfja, þá sé áhyggjuefni hve hömlulaus notkunin er í mörgum öðrum löndum. Hinar breyttu bakteríur spyrja ekki um landamæri og geta því hæglega dreift sér um allan heim m.a. með bæði ferðamönnum og matvælum og komið sér þannig fyrir á nýjum stað með tilheyrandi vandamálum.

Fram kom í erindi þeirra að talið sé að 1,3 milljón manns hafi látist af völdum fjölónæmra baktería í heiminum árið 2019 og þessi fjöldi vaxi ár frá ári.

Þó svo að þeir félagar hafi í raun hrósað dönskum landbúnaði, og þá sérstaklega kúabændum, fyrir ábyrga notkun sýklalyfja, þá lögðu þeir áherslu á að allir þurfi að vera á varðbergi og fylgja í einu og öllu þeim leiðbeiningum sem gefnar eru varðandi notkun sýklalyfja. Þá væri mikilvægt að passa vel upp á að stöðva mögulegar smitleiðir á búum, svo draga megi úr líkum á því að óheppilegar bakteríur dreifi sér. Hér vegur þyngst að huga að hreinlæti og passa upp á að rjúfa mögulegar smitleiðir inn á búin, s.s. tryggja að aðkomandi bílar eða einstaklingar beri ekki með sér smit.

Fjölónæmar bakteríur eru vaxandi vandamál víða um heim. Myndin sýnir hlutfall sumra tegunda baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum.

Frumuhátt mjaltaþjónabú

Annað áhugavert erindi í þessari málstofu var reynslusaga danska kúabóndans Flemming Søndergaard, en erindið flutti hann ásamt mjólkurgæðaráðgjafanum Michael Lyrhøj Mortensen.

Flemming er með 200 svartskjöldóttar kýr, með orkuleiðrétta meðalnyt upp á 13.200 kg og fjóra Lely A3 mjaltaþjóna. Kúabúið var með nokkuð stöðugt frumutöluvandamál og hún oftast í kringum 280 þúsund í ml. Hann var orðinn þreyttur á þessu, enda fá danskir bændur hærra verð fyrir mjólk sem er að jafnaði með færri frumur í ml en 200 þúsund, auk þess sem alþekkt samhengi er á milli aukinnar hagkvæmni og lægri frumutölu vegna aukinnar framleiðslu og færri kostnaðarsamra meðhöndlana. Flemming fékk Michael með sér í lið og fyrsta verkefnið var að „skrifborðsgreina“ búið, þ.e. skoða fyrirliggjandi gögn og rýna í þau.

Gagnarýnið sýndi skýrt að ungu kýrnar voru síður með frumutöluvandræði eins og oft er og ágerðist vandamálið eftir því sem kýrnar höfðu verið lengur í fjósinu. Aureus sýkingar voru algengar en einnig Uberis og Dysgalactia en þessar bakteríur ollu um helmingi allra júgurbólgutilfella. Vegna eðlis Aureus baktería lá beinast við að skoða smitvarnir við mjaltaþjónana og vegna tíðni Dysgalactia mátti einnig ætla að mjaltaþjónarnir meðhöndluðu spenana ekki af nærgætni eða rétt við og eftir mjaltir. Þá bentu Uberis sýkingarnar til þess að hreinlæti í fjósinu væri ábótavant. Þetta mátti allt greina án þess að stíga fæti inn í fjósið!

Flemming skipti of sjaldan um bursta í mjaltaþjónunum.

Þegar í fjósið var komið lagði Michael strax áherslu á að skoða spenana vel og sá fljótt að spenaendarnir litu að jafnaði ekki vel út, þ.e. margir útdregnir. Þetta bendir alltaf til þess að mjaltirnar séu rangar og oft er skýringin sú að kýrnar selja ekki nógu vel. Það sýndu mælingar Michael einnig en margar kýr lögðu ekki niður mjólkina nógu vel í upphafi mjalta. Það gerir mjaltirnar lengri og það verður auk þess of mikill undirþrýstingur við spenaendana, vegna lítils flæðis mjólkur, sem veldur því að þeir dragast út. Auk þess mat hann þrifnað mjaltaþjónanna ekki nógu góðan, þvottaburstar þeirra voru of slitnir og kýrnar heldur óhreinar þegar þær komu í mjaltir. Allt þetta hafði áhrif á tíðni smita af völdum framangreindra baktería.

Það var því farið í það að auka undirburðinn í básunum, svo kýrnar yrðu hreinni og fara yfir stillingar á innréttingum svo kýrnar myndu liggja rétt í básunum. Þá var tíðni útskiptinga á þvottaburstum aukin og þvottatími burstanna á spenum var aukinn til að auðvelda kúnum að leggja niður mjólkina.

Þá var skipt um spenasprey og yfir í tegund sem mýkti húðina, sett var upp staðlað þrifaskipulag á mjaltaþjónunum og fleira var gert til þess að koma í veg fyrir að bakteríur gætu smitað jafn auðveldlega og áður. Niðurstaða þessarar vinnu, og breytinga á vinnulagi, skilaði sér í því að í dag er búið með að jafnaði 130 þúsund frumur í ml.

8. Nýting

Góð nýting á aðföngum, tækni, gripum, vinnutíma og fleiru er hverju kúabúi mikilvægt og þessi málstofa kom inn á þetta efni. Í málstofunni var m.a. fjallað um fjölbreytt aðgengi kúabænda að hrati frá hinum og þessum framleiðslufyrirtækjum, hrati sem hægt væri að nýta sem ódýrt fóður fyrir nautgripi. Þá var talað um nýtingu á gefnum steinefnum, nýtingu á landi o.fl. en það erindi sem e.t.v. á best við íslenskar aðstæður var það sem fjallaði um nýja tækni við mat á áti og þunga kúa. Þessi tækni kallast CFIT, sem stendur fyrir Cattle Feed InTake, og samanstendur af þrívíðum myndavélum sem komið er fyrir í fjósum. Þessar myndavélar taka myndir af kúnum og sér forrit um að reikna út þunga þeirra. Þá fylgist kerfið með áttíðni hverrar kýr og getur þannig gefið mikilvægar upplýsingar sem hægt er að keyra saman við önnur gögn um kúna s.s. afurðasemi til þess að finna hagkvæmustu gripina.

Það er einmitt megintilgangur CFIT, að finna hagkvæma ein- staklinga fyrir áframhaldandi ræktun, enda er kerfið þróað af norræna ræktunarsambandinu Viking Genetics með það í huga að finna gripi sem nýta fóðrið sem best.

Kerfið er enn í prófun og þróun en fyrstu niðurstöður lofa góðu um framhaldið. Þannig hafa vísindamenn Viking Genetics komist að því að gögnin má nota til þess að bæta bústjórn búanna og kerfið kemur t.d. upp um slakt fóður en þá éta kýrnar minna sem kerfið nær að mæla. Þá benda fyrstu niðurstöður til þess að nota megi upplýsingarnar til þess að finna kýr sem þurfi athygli s.s. vegna beiðslis eða sjúkdóma svo dæmi sé tekið.

Mjög áhugavert kerfi sem er þó enn í þróun en Viking Genetics hefur þó gefið út að stefnt sé að því að bústjórnarhugbúnaður fyrir CFIT verði tilbúinn til nota fyrir bændur árið 2026.

Í þeim þremur greinum sem nú hafa verið birtar í Bændablaðinu um danska fagþingið í ár hefur hvorki verið fjallað um allar málstofur, né heldur öll erindi í þeim málstofum sem þó hefur verið gripið niður í og því er áhugasömum lesendum bent á að svo til öll erindi danska fagþingsins eru aðgengileg á vefnum www.tilmeld.dk.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun