Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðbrandur og Lilja hampa verðlaunum fyrir Fálka 17-821 frá Bassastöðum og Gunnar Þorgeirsson tekur við verðlaunum fyrir Börk 13-952 frá Efri-Fitjum sem Anton Torfi Bergsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands, veitti fyrir hönd sæðingastöðvanna.
Guðbrandur og Lilja hampa verðlaunum fyrir Fálka 17-821 frá Bassastöðum og Gunnar Þorgeirsson tekur við verðlaunum fyrir Börk 13-952 frá Efri-Fitjum sem Anton Torfi Bergsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands, veitti fyrir hönd sæðingastöðvanna.
Mynd / Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Á faglegum nótum 1. desember 2021

Börkur og Fálki verðlaunahrútar sæðingastöðvanna árið 2020

Höfundur: Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs RML

Á undanförnum árum hafa sæðingastöðvarnar verðlaunað ræktendur þeirra stöðvahrúta sem skarað hafa hvað mest fram úr sem kynbótagripir. Má því segja að þessar viðurkenningar séu æðstu verðlaun sem veitt eru hér á landi vegna sauðfjárkynbóta.

Sauðfjárræktarráðunautar RML hafa árlega útnefnt hrútana, samkvæmt fyrirliggjandi reglum þar um. Þar sem samkomuhald fór mikið úr skorðum á liðnum vetri varð aldrei af því að þessi afhending færi fram. Einn blíðviðrisdag nú í haust var verðlaunahöfunum hóað saman á skrifstofu Búnaðarsambands Vesturlands og hrútastytturnar glæsilegu afhentar. Hér verður þessum verðlaunaveitingum gerð skil.

Besti lambafaðirinn

Það er Fálki 17-821 frá Bassastöðum sem er besti lambafaðirinn að þessu sinni en valið byggir á gögnum frá haustinu 2020. Bassastaðabúið er landsþekkt fyrir þá fyrirmyndar sauðfjárrækt sem þar var stunduð. En þannig hittist á, að haustið sem Fálki skilar betri lömbum en aðrir stöðvahrútar, lauk búskaparsögu þeirra Guðbrands Sverrissonar og Lilju Jóhannsdóttur á Bassastöðum. Því er óhætt að segja að þeirra sauðfjárrækt ljúki með stæl.

Við val á besta lambaföðurnum er m.a. horft til niðurstaðnanna úr lambhrútaskoðunum, fallþungaeinkunnar sláturlamba og til stöðu hrútsins í BLUP kynbótamati fyrir gerð, fitu, frjósemi og mjólkurlagni með aðal áherslu á skrokkgæðaeiginleikana.

Mesti kynbótahrútur stöðvanna 2021

Verðlaun fyrir mesta kynbótahrútinn voru veitt bændunum á Efri-Fitjum í Fitjárdal í Vestur-Húnavatnssýslu fyrir hrútinn Börk 13-952. Á Efri-Fitjum stunda þau búskap af myndarskap Gunnar Þorgeirsson, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Jóhannes Geir Gunnarsson og Stella Dröfn Bjarnadóttir.

Þeir hrútar sem koma til álita í þessu vali þurfa að eiga orðið upplýsingar um dætur tilkomnar í gegnum sæðingar sem hafa a.m.k. tveggja ára reynslu að baki. Síðan er horft til þess annars vegar hvernig hrúturinn hefur reynst sem lambafaðir og hins vegar hvernig dætur þeirra reynast fyrir mjólkurlagni og frjósemi.

Að lokum er ræktendum óskað til hamingju með verðlaunin og góðan árangur í sauðfjárrækt. Þeim Guðbrandi og Lilju er jafnframt þakkað þeirra framlag til sameiginlegs ræktunarstarfs í gegnum tíðina.

Umsögn ráðunauta um Fálka 17-821

Fálki er sonur Þoku-Smyrils 16-302 frá Bassastöðum en í ættartré hans má sjá Kropp 10-890 frá Bæ og Heydal 09-929 frá Ragnari á Heydalsá í þriðja lið. Heydalur 09-929 er þar raunar í þriðja lið bæði föður- og móðurmegin hjá Þoku-Smyrli. Móðurfaðir Fálka, Stapi 14-108 var frá Melum 1 í Árneshreppi. Baugur 10-889 frá Efstu-Grund er móðurmóðurfaðir Fálka og í móðurættinni má einnig finna Heydal 09-929 í fjórða lið svo hann á talsvert í Fálka. Af þessu má sjá að Fálki er einstaklingur sem rekur uppruna sinn í landsþekkta ræktun á kollóttu fé í allar ættir.

Fálki var valinn á sæðingastöð á grunni afkvæmarannsóknar á Melum 1 í Árneshreppi haustið 2019. Haustið 2020 voru stigaðir 112 synir hans vítt og breytt um landið. Þessi fyrsti hópur sona hans úr sæðingum var stórglæsilegur og fengu þeir að meðaltali hæstu heildareinkunn allra sona stöðvahrútanna haustið 2020 eða 86,2 stig. Dætur Fálka voru jafnframt einn glæsilegasti gimbrahópurinn.

Afkvæmi Fálka eru yfirleitt þroskamikil, með þykkan, vel lagaðan bakvöðva, mjög jafnvaxin og með einstaklega holdfylltan afturpart. Fálki er sjálfur með mjög góða ull og skilar þeim eiginleika vel til afkvæma sinna. Hann skilaði frábæru holdfyllingarmati hjá sláturlömbum og stóð þar efstur meðal allra stöðvahrútanna í haust. Kynbótamat hans fyrir þann eiginleika stendur nú í 126 stigum og trónir hann á toppnum fyrir þann eiginleika af núlifandi stöðvahrútum sem hlotið hafa reynslu í gegnum sæðingar.

Fálki gefur úrvals gerð, góðan þroska og góða ull. Hann hlýtur nafnbótina „besti lambafaðirinn“ fyrir árið 2020.

Umsögn ráðunauta um Börk 13-952

Börkur kemur frá hinu öfluga fjárræktarbúi Efri-Fitjum í Fitjárdal í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er sonur Birkis 10-893 frá Bjarnastöðum og dóttursonur Þráðar 06-996 frá Hesti.

Börkur á ákaflega farsælan og glæsilegan feril að baki sem kynbótahrútur. Hann var valinn á sæðingastöð haustið 2015 eftir að hafa staðið efstur í afkvæmarannsókn fyrir úrvalshrúta í Miðfjarðarhólfi. Á sæðingastöðvunum lifði hann í tvo vetur. Bæði árin naut hann mikilla vinsælda meðal ræktenda en veturinn 2016 til 2017 var hann mest notaði hrútur stöðvanna. Þeir kostir sem einkenna afkvæmi Barkar eru góður þroski, bollengd og mikil holdfylling samhliða hóflegri fitu. Var hann valinn besti lambafaðir sæðingastöðvanna árið 2018. Margir synir hans hafa vakið athygli sem álitlegir kynbótagripir og veturinn 2020 til 2021 voru fjórir afkomendur hans á stöðvunum.

Nú er komin víðtæk reynsla á Börk sem ærföður, en til uppgjörs vegna afurðaársins 2020 komu 714 dætur hans. Þær eru að vonum vel yfir meðallagi frjósamar og búa yfir afbragðs mjólkurlagni.

Val Barkar byggir öðru fremur á því hve jafnvígur hann er sem kynbótahrútur. Í dag stendur BLUP kynbótamat hans í 114 stigum fyrir gerð og 110 stigum fyrir mjólkurlagni en þar liggja hans höfuð kostir.

Börkur er frábær alhliða kynbótahrútur. Lambafaðir í fremstu röð og úrvals ærfaðir. Börkur hlýtur hér með nafnbótina „mesti kynbótahrútur sæðingastöðvanna 2021“ og verður þar með fyrstur hrúta til að hljóta báða heiðurstitla sæðingastöðvanna.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024