Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Matjurtagarður.
Matjurtagarður.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 20. júní 2023

Alls ekki of seint að hefjast handa

Höfundur: Ingólfur Guðnason, fagbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, Garðyrkjuskólanum Reykjum/FSu

Það hefur gengið á ýmsu í veðurfarinu undanfarnar vikur. Lofthiti lágur, mikil hvassviðri víða og jörð blaut og köld. Þegar þannig háttar til verða oft tafir á garðvinnunni og sáning og gróðursetning dregst á langinn.

Ingólfur Guðnason.

Við skulum samt muna að slíkt ástand er fjarri því að vera undantekning hjá íslenskum ræktendum og þeir hafa þurft að takast á við óblíð náttúruöfl í sinni matjurtaræktun.

Sáning og gróðursetning

Þegar vel vorar er hægt að hefja gróðursetningu matjurta um eða upp úr miðjum maímánuði en margir garðyrkjubændur hafa fyrir venju að bíða fram undir mánaðamótin maí-júní, einmitt til að tryggja að plönturnar lendi ekki í síðbúnum vorhretum. Það tekur líka nokkurn tíma að koma öllum plöntunum í jörð. Gulrótasáningu er oftast hægt að hefja enn fyrr, en þó er alls ekki öll von úti enn. Þótt nú sé nokkuð liðið á júnímánuð og veður hefur tekið stakkaskiptum frá okkar kalda maímánuði er vel hægt að gróðursetja og sá til matjurta í heimilisgarðinn. Þá er um að gera að vanda til verka, þannig að gróðurinn taki sem fyrst við sér.

Gulrótafræ er hægt að láta spíra í nokkra daga í röku íláti við stofuhita, en gæta þarf þess að skipta oft um vatn og sá um leið og sést í fyrstu spírurnar á fyrstu fræjunum. Þannig er hægt að vinna upp glataðan tíma. Matjurtaplöntur fást tilbúnar til gróðursetningar í flestöllum garðplöntustöðvum. Nú er kjörið að sá til næpna, gulrófna, radísa, salats og sumra kryddjurta. Alls ekki er of seint að gróðursetja matjurtir eins og hvítkál, blómkál, spergilkál rauðkál, toppkál og skyldrar tegundir. Jafnvel kartöflur er ekki of seint að setja niður núna.

Veðurfarsbætandi aðgerðir fyrir ungplönturnar

Skjól er grundvallaratriði í allri ræktun og jörð skal vera farin að hlýna nokkuð vel. Víðast hvar ætti það ekki að vera hamlandi lengur. Verka þarf plöntunæringuna vel ofan í matjurtabeðin þannig að hún fari að nýtast sem allra fyrst. Upphækkuð beð í körmum tíðkast mikið nú orðið og fer vel um matjurtirnar í þess háttar reitum. Í mörgum tilvikum eru gluggahlerar á reitunum eða bogalaga þak klætt plasti og það gefur ræktuninni aukinn yl og skjól.

Ein einfaldasta og árangursríkasta leiðin til að auka lofthita í matjurtabeðunum er að breiða yfir þau þunnan ræktunardúk sem fæst í metratali í garðyrkjuverslunum. Dúkurinn er settur yfir matjurtirnar strax að lokinni sáningu eða gróðursetningu og fyrstu vökvun. Hann veitir skjól, dregur úr ágangi meindýra, loft- og jarðvegshiti undir dúknum verður töluvert hærra en utan hans. Hann hefur einnig þann kost að rignir í gegnum hann og hægt er að vökva plönturnar án þess að fjarlægja dúkinn. Dúkurinn er hafður yfir plöntunum þangað til þær eru orðnar vel stálpaðar en ekki svo lengi að hann fari að sliga þær. 4-6 vikur henta í mörgum tilvikum ágætlega. Festa þarf dúkinn vel með jöðrunum til að hann virki vel gegn meindýrum. Illgresi þrífst líka ágætlega undir dúknum en auðvelt ætti að vera að taka dúkinn af meðan unnið er við illgresishreinsun, hreykingu og aðra umönnun.

Gefumst ekki upp þótt móti blási

Þótt margir garðeigendur hafi þurft að horfa upp á tré, berjarunna, skrautrunna og annan garðagróður verða fyrir talsverðum útlitsskaða í vor munu allflestar tegundirnar nú hafa náð sér nokkurn veginn og verða glæsilegar eins og venjulega. Í tilviki matjurtanna er skaðinn tæpast jafn mikill, það er einna helst að nokkur seinkun á sáningu og gróðursetningu hafi sett strik í þann reikning. Við vitum öll að sumarið verður gott og getum farið að hlakka til uppskeru síðsumars og í haust.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...