Safnasafnið
Menning 17. september 2024

Safnasafnið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Safnasafnið, höfuðsafn íslenskrar alþýðulistar á Akureyri, hefur nú til sýninga verk systra frá Galtarey.

Þetta eru þær Guðrún og Sigurlaug Jónasdætur, sem báðar hófu að leggja stund á list á sínum eldri árum. Verk þeirra vísa að mestu í þjóðsögur og svo dagleg störf 19. aldar, enda ber sýning Sigurlaugar heitið „Hversdagslíf“, þar sem má virða fyrir sér málverk daglegs lífs alþýðufólks. Alþýðuminni er svo nafn á sýningu systur hennar, Guðrúnar, sem lagði stund á vefnað, oft á óhefðbundinn hátt, en hún blandaði vefstykkin gjarnan saumi og ullarflóka.

Safnasafnið stendur ofan við Svalbarðseyri og er opið frá 12. maí til 22. september.

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...

Lómur
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tvei...

Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er...

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Líf og starf 8. október 2024

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum

Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.

Mikil spenna í úrslitaleiknum
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höf...

Nýting náttúruauðlindanna
Líf og starf 7. október 2024

Nýting náttúruauðlindanna

Í aldanna rás hafa Íslendingar lært að nýta ríkar náttúruauðlindir landsins til ...

Lindifura út úr kú
Líf og starf 7. október 2024

Lindifura út úr kú

Skógarsúkkulaði með lindifuruolíu er nýlunda á íslenskum súkkulaðimarkaði.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...