Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Menning 10. mars 2023

Himinn og jörð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Húnaþings vestra er á fullu þessa dagana að æfa söngleikinn Himinn og jörð sem saminn var af leikstjóranum sjálfum, Ármanni Guðmundssyni.

Var handritið unnið í kringum lög Gunnars Þórðarsonar en einhverjir muna eftir plötu hans, Himni og jörð sem gefin var út 1981 og inniheldur sum laganna, sem alls eru sautján talsins í leikverkinu.

Verk Ármanns var samið sérstaklega fyrir leikflokkinn og fjallar um tilraunir geimvera frá plánetunni Gakóvest. Þær vilja komast yfir ægilegasta gereyðingarvopn alheimsins sem einmitt er staðsett á jörðinni vegna þess að þar er ástin sterkasta tilfinningin. Eitthvað misreikna geimverurnar sig því ástin er enn hættulegri en þær gera sér grein fyrir. Danshöfundur er Chantelle Carey og hljómsveitarstjóri Ingibjörg Jónsdóttir en um 40 manns koma að söngleiknum.

Um er að ræða afar hressandi og skemmtilegan söngleik sem á erindi við alla aldurshópa. Sýnt verður í fimm skipti, dagana 5.-10. apríl, og hefjast sýningar kl. 21 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Opnar húsið klukkustund áður og miðasalan fer fram á adgangsmidi.is.

8 myndir:

Skylt efni: Áhugaleikhús

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...

Viðburðaríkt ár framundan
Líf og starf 3. apríl 2024

Viðburðaríkt ár framundan

Landbúnaðarsafn Íslands rekur sögu sína til ársins 1940, þegar komið var upp saf...