Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Menning 10. mars 2023

Himinn og jörð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Húnaþings vestra er á fullu þessa dagana að æfa söngleikinn Himinn og jörð sem saminn var af leikstjóranum sjálfum, Ármanni Guðmundssyni.

Var handritið unnið í kringum lög Gunnars Þórðarsonar en einhverjir muna eftir plötu hans, Himni og jörð sem gefin var út 1981 og inniheldur sum laganna, sem alls eru sautján talsins í leikverkinu.

Verk Ármanns var samið sérstaklega fyrir leikflokkinn og fjallar um tilraunir geimvera frá plánetunni Gakóvest. Þær vilja komast yfir ægilegasta gereyðingarvopn alheimsins sem einmitt er staðsett á jörðinni vegna þess að þar er ástin sterkasta tilfinningin. Eitthvað misreikna geimverurnar sig því ástin er enn hættulegri en þær gera sér grein fyrir. Danshöfundur er Chantelle Carey og hljómsveitarstjóri Ingibjörg Jónsdóttir en um 40 manns koma að söngleiknum.

Um er að ræða afar hressandi og skemmtilegan söngleik sem á erindi við alla aldurshópa. Sýnt verður í fimm skipti, dagana 5.-10. apríl, og hefjast sýningar kl. 21 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Opnar húsið klukkustund áður og miðasalan fer fram á adgangsmidi.is.

8 myndir:

Skylt efni: Áhugaleikhús

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...