Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Menning 10. mars 2023

Himinn og jörð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Húnaþings vestra er á fullu þessa dagana að æfa söngleikinn Himinn og jörð sem saminn var af leikstjóranum sjálfum, Ármanni Guðmundssyni.

Var handritið unnið í kringum lög Gunnars Þórðarsonar en einhverjir muna eftir plötu hans, Himni og jörð sem gefin var út 1981 og inniheldur sum laganna, sem alls eru sautján talsins í leikverkinu.

Verk Ármanns var samið sérstaklega fyrir leikflokkinn og fjallar um tilraunir geimvera frá plánetunni Gakóvest. Þær vilja komast yfir ægilegasta gereyðingarvopn alheimsins sem einmitt er staðsett á jörðinni vegna þess að þar er ástin sterkasta tilfinningin. Eitthvað misreikna geimverurnar sig því ástin er enn hættulegri en þær gera sér grein fyrir. Danshöfundur er Chantelle Carey og hljómsveitarstjóri Ingibjörg Jónsdóttir en um 40 manns koma að söngleiknum.

Um er að ræða afar hressandi og skemmtilegan söngleik sem á erindi við alla aldurshópa. Sýnt verður í fimm skipti, dagana 5.-10. apríl, og hefjast sýningar kl. 21 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Opnar húsið klukkustund áður og miðasalan fer fram á adgangsmidi.is.

8 myndir:

Skylt efni: Áhugaleikhús

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...