Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Menning 14. mars 2023

Dýrin í Hálsaskógi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Mosfellssveitar setti upp á dögunum hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir meistara ævintýranna, Thorbjørn Egner.

Verkið er vel þekkt og fá áhorfendur að upplifa samfélagið í skóginum og sjá kunnuglegum persónum á borð við söngelsku músina hann Lilla og hinn lævísa Mikka ref bregða fyrir.

Dýrin í skóginum með Lilla klifurmús í fararbroddi búa við stöðugan ótta af því að verða étin af refnum og öðrum rándýrum í þeirra nánasta umhverfi, sem sjá ekki ástæðu til þess að afla sér matar á annan hátt.

Þau taka þó af skarið og ákveða að útbúa ný lög í skóginum, svo allir geti búið saman í friði.

Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga.

Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14 og fer nú hver að verða síðastur að ná sér í miða enda allt að verða uppselt. Miðasalan er á tix.is en einnig eru upplýsingar á Facebook-síðu félagsins.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið
Líf og starf 20. júní 2025

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið

Í ágústmánuði árið 1880 kom Sigurður Vigfússon, gullsmiður og umsjónarmaður forn...

Gæðamatur er dýr í framleiðslu
Líf og starf 19. júní 2025

Gæðamatur er dýr í framleiðslu

Edward Carr, forseti írsku samvinnuhreyfingarinnar (ICOS) segir að gæðamatvara s...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 18. júní 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. júní 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera varkár þegar kemur að óvæntum útgjöldum. Nú er tími til...

Flaggar ólíkum fánum daglega
Líf og starf 10. júní 2025

Flaggar ólíkum fánum daglega

Ólafur Sverrisson fánasafnari á 214 ólíka fána, bæði þjóðfána ásamt fánum sem ti...

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er ...

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans
Líf og starf 6. júní 2025

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans

Þórhildur Ólafsdóttir sendi fyrr á árinu frá sér bókina Með minnið á heilanum se...

Óheppni spilarinn
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég ...