Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Menning 14. mars 2023

Dýrin í Hálsaskógi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Mosfellssveitar setti upp á dögunum hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir meistara ævintýranna, Thorbjørn Egner.

Verkið er vel þekkt og fá áhorfendur að upplifa samfélagið í skóginum og sjá kunnuglegum persónum á borð við söngelsku músina hann Lilla og hinn lævísa Mikka ref bregða fyrir.

Dýrin í skóginum með Lilla klifurmús í fararbroddi búa við stöðugan ótta af því að verða étin af refnum og öðrum rándýrum í þeirra nánasta umhverfi, sem sjá ekki ástæðu til þess að afla sér matar á annan hátt.

Þau taka þó af skarið og ákveða að útbúa ný lög í skóginum, svo allir geti búið saman í friði.

Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga.

Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14 og fer nú hver að verða síðastur að ná sér í miða enda allt að verða uppselt. Miðasalan er á tix.is en einnig eru upplýsingar á Facebook-síðu félagsins.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...

Þörungar, þang og þari
Líf og starf 10. júní 2024

Þörungar, þang og þari

Aukin vakning hefur verið undanfarin ár í vinnslu heilsuafurða úr þörungum, þar ...