Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Menning 14. mars 2023

Dýrin í Hálsaskógi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Mosfellssveitar setti upp á dögunum hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir meistara ævintýranna, Thorbjørn Egner.

Verkið er vel þekkt og fá áhorfendur að upplifa samfélagið í skóginum og sjá kunnuglegum persónum á borð við söngelsku músina hann Lilla og hinn lævísa Mikka ref bregða fyrir.

Dýrin í skóginum með Lilla klifurmús í fararbroddi búa við stöðugan ótta af því að verða étin af refnum og öðrum rándýrum í þeirra nánasta umhverfi, sem sjá ekki ástæðu til þess að afla sér matar á annan hátt.

Þau taka þó af skarið og ákveða að útbúa ný lög í skóginum, svo allir geti búið saman í friði.

Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga.

Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14 og fer nú hver að verða síðastur að ná sér í miða enda allt að verða uppselt. Miðasalan er á tix.is en einnig eru upplýsingar á Facebook-síðu félagsins.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...