Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Menning 14. mars 2023

Dýrin í Hálsaskógi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Mosfellssveitar setti upp á dögunum hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir meistara ævintýranna, Thorbjørn Egner.

Verkið er vel þekkt og fá áhorfendur að upplifa samfélagið í skóginum og sjá kunnuglegum persónum á borð við söngelsku músina hann Lilla og hinn lævísa Mikka ref bregða fyrir.

Dýrin í skóginum með Lilla klifurmús í fararbroddi búa við stöðugan ótta af því að verða étin af refnum og öðrum rándýrum í þeirra nánasta umhverfi, sem sjá ekki ástæðu til þess að afla sér matar á annan hátt.

Þau taka þó af skarið og ákveða að útbúa ný lög í skóginum, svo allir geti búið saman í friði.

Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga.

Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14 og fer nú hver að verða síðastur að ná sér í miða enda allt að verða uppselt. Miðasalan er á tix.is en einnig eru upplýsingar á Facebook-síðu félagsins.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...

Ávaxtakarfan í Hveragerði
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikf...

Mannlífið í réttum
Líf og starf 1. október 2024

Mannlífið í réttum

Réttir eru mannfögnuður og annáluð lopapeysupartí. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fa...

Ljósið sigrar myrkrið
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturt...

Blítt og létt í Ölfusrétt
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastli...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum í takt við þau skref sem hann hefu...

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...