Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá æfingum – leikhópurinn á sviði. Mikil eftirvænting er í loftinu enda er boðskapur Ávaxtakörfunnar réttmætur og fallegur.
Frá æfingum – leikhópurinn á sviði. Mikil eftirvænting er í loftinu enda er boðskapur Ávaxtakörfunnar réttmætur og fallegur.
Menning 28. febrúar 2023

Ávaxtakarfan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Húsavíkur æfir verkið Ávaxtakörfuna um þessar mundir. Verkið er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og tónlistin er samin af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni.

Margir þekkja Ávaxtakörfuna þar sem aðeins ávextir mega búa en þó leyfist einu litlu jarðarberi að dvelja þar, með því skilyrði að sjá um að allt sé hreint og fínt í körfunni. En þegar gulrót birtist allt í einu í körfunni fer allt á annan endann.

Í raun fjallar Ávaxtakarfan um viðkvæmt efni, einelti og fordóma – en smám saman opnast augu ávaxtanna fyrir því að það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur innrætið. Þetta er leikrit sem eldist vel og á erindi við alla, jafnt nú sem fyrir rúmum 20 árum er verkið var fyrst kynnt áhorfendum. Þarna eru á ferðinni bæði þaulreyndir leikarar og tónlistarmenn og aðrir sem eru að stíga sín fyrstu spor á sviðinu í gamla Samkomuhúsinu.

Leikstjórinn, Valgeir Skagfjörð, er að vinna með Leikfélagi Húsavíkur í fyrsta sinn. Frumsýning verður laugardaginn 4. mars, svo þriðjudaginn 7. mars kl. 20, fimmtudag 9. mars kl. 20 og laugardaginn 11. mars kl. 17.

Miðapantanir eru á netfanginu midi@leikfelagid.is eða s.464­1129, tveimur tímum fyrir sýningu.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...