Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ann-Marie Schlutz á veg og vanda að framleiðslu á sauðamjólk og selur vörur undir merkjum Sauðagulls. Hún hefur aðstöðu til framleiðslu í félagsheimilinu á Fljótsdal.
Ann-Marie Schlutz á veg og vanda að framleiðslu á sauðamjólk og selur vörur undir merkjum Sauðagulls. Hún hefur aðstöðu til framleiðslu í félagsheimilinu á Fljótsdal.
Líf og starf 26. nóvember 2020

Úr sauðagulli verða til ýmsar kræsingar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Ann-Marie Schlutz og maður hennar, Gunnar Gunnarsson, blaðamaður á Austurfréttum og Austurglugganum, eiga og reka fyrirtækið Sauðagull utan um framleiðslu á vörum úr sauðamjólk. Gunnar Jónsson, tengdapabbi AnnMarie, á og rekur Egilsstaðabúið í Fljótsdal en á búinu eru um 350–400 ær. Nýverið kom á markað handgert konfekt frá Sauðagulli með karamellufyllingu og unnið úr sauðamjólk.   

„Ég er með takmarkað hráefni af mjólk sem ég get fengið og þá þarf maður að hugsa hvernig maður getur nýtt það sem best. Ostagerð er sjálfsögð og fyrsta sem maður hugsar að gera sauðaost. En með því að heimsækja sauðfjárbú erlendis, sem við höfum gert, þá koma margar hugmyndir, meðal annars þetta með konfektið,“ útskýrir AnnMarie og segir jafnframt: 

„Sauðamjólk var um aldir nýtt til manneldis hér á landi og unnið úr henni skyr, smjör og ostar. Þekking á þessu mjög svo íslenska handverki hefur að mestu glatast. Sauðagull stefnir á að endurvekja handverkið með því að framleiða einstakar matvörur úr sauðamjólk. Með því er von mín að geta stutt íslenska sauðfjárrækt og hvetja aðra til að nýta þetta holla, bragðgóða og næringarríka hráefni.“

Hægt er að panta hjá AnnMarie í gegnum Facebooksíðu Sauðagull eða í gegnum netfangið saudagull@outlook.com.

Osturinn, sem heitir Kubbur og er í kryddolíu, er gerður eftir uppskrift að fetaostuppskrift en vegna verndunar heitisins má ekki kalla hann fetaost því sá kemur upprunalega frá Grikklandi.

Skylt efni: sauðaostur | Sauðagull

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...