Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Mynd / EB
Líf og starf 8. október 2018

Það tekur um viku og 137 dagsverk að smala allan afrétt Fljótsdælinga

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Laugardaginn 22. september var réttað í Melarétt í Fljótsdal. Hátt á fjórða þúsund fjár var í réttinni, að sögn Jóhanns F. Þórhallssonar fjallskilastjóra. 
 
Afréttur Fljótsdælinga er afar víðfeðmur og skiptist í sex gangnasvæði sem eru Útheiði, 171 km2, en það fé er rekið í Melarétt. Þá er Rani, sem er 230 km2, Undir-Fell, 308 km2, Múli 232 km2, Kiðafell og Hraun, 103 km2 og Villingardalur, Flataheiði og Gilsárdalur 90 km2. 
 
137 dagsverk
 
Það eru lögð á 137 dagsverk til að smala þessi svæði. Gangnamenn eru sumir búnir að vera í smalamennskum á aðra viku. 
 
Göngum var flýtt vegna norðanáhlaupsins sem gerði um miðja vikuna á undan. Það fé sem er réttað á Melarétt kemur úr Útheiði, Rana, Undan-Fellum og af Vesturöræfum.
 
Ein stærsta rétt landsins var hlaðin úr grjóti fyrir 118 árum
 
Melarétt er ein stærsta rétt landsins, var hlaðin um aldamótin 1900 úr grjóti úr Bessastaðaá og er mikið mannvirki. Halldór Benediktsson teiknaði og stjórnaði byggingu réttarinnar, fyrst var réttað í Melarétt 26 sept. 1902. Þar sem grjótið í réttinni er sorfið undan árstraumnum þarf hún talsvert viðhald. Fjöldi fólks var í réttinni, heimamenn ásamt vinum og nágrönnum og gekk greiðlega að draga í sundur, margar hendur vinna ávallt létt verk. Réttarstjóri var Hjörtur E. Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, og stýrði hann skömmtun á fé inn í dráttarhring úr almenningi.

11 myndir:

Skylt efni: Melarétt | réttir

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...

Hrafntinna afmælisbarn
Líf og starf 6. nóvember 2024

Hrafntinna afmælisbarn

Nafn: Hrafntinna Ögmundsdóttir.

Mikilvægustu kosningamál bænda
Líf og starf 6. nóvember 2024

Mikilvægustu kosningamál bænda

Þegar líður að kosningum skiptir máli að vita hvaða málefni brenna á bændum. Bæn...

Auðnutittlingur
Líf og starf 6. nóvember 2024

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur er lítill og fíngerður fugl af finkuætt. Hann er langalgengasta ...

Bryndís og Rosemary
Líf og starf 5. nóvember 2024

Bryndís og Rosemary

Kunnar briddskempur, Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, eru Íslandsmeista...

Lopi leiðtoganna
Líf og starf 4. nóvember 2024

Lopi leiðtoganna

Íslenska ullin hefur lengi verið aðaluppistaðan í klæðnaði hérlendis og staðið a...

„... smalinn er alkominn heim“
Líf og starf 4. nóvember 2024

„... smalinn er alkominn heim“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Stephan G. Stephanssyni.

Kýrbyrjunin eða Cow opening
Líf og starf 1. nóvember 2024

Kýrbyrjunin eða Cow opening

Í skák eru til mjög margar byrjanir, sem í gegnum tíðina hafa fengið ýmis nöfn. ...