Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrstu húsin eru risin í Hagabyggð, sjávarlóðum í landi Glæsibæjar í Hörgársveit, en um er að ræða bílskúr og gestahús á lóð númer 6 við Hagatún.
Fyrstu húsin eru risin í Hagabyggð, sjávarlóðum í landi Glæsibæjar í Hörgársveit, en um er að ræða bílskúr og gestahús á lóð númer 6 við Hagatún.
Líf og starf 29. nóvember 2021

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Meiri áhugi hefur verið á húsum í Hagabyggð í Hörgársveit en gert var ráð fyrir og skipulagsvinna við annan áfanga hafin.

„Viðtökur við þessum lóðum voru mun betri en okkar væntingar gerðu ráð fyrir, það má orða það svo að þær voru hreint út sagt frábærar,“ segir Ólafur Aðalgeirsson, einn eigenda og talsmaður jarðarinnar Glæsibæjar í Hörgársveit, en hann stýrir verkefni um uppbyggingu á íbúðarbyggingum í Hagabyggð. Alls verða 30 lóðir á þessu svæði, allt stórar einbýlishúsalóðir og hafa lóðarhafar möguleika á að byggja þrjú hús á hverri þeirra, t.d. vinnustofur eða bílskúra, en ekki er gert ráð fyrir að útihús verði reist á lóðunum.

Hugsað sem dreifbýlisbyggð

Vinna hófst við fyrsta áfanga í fyrrasumar og er gert ráð fyrir 17 lóðum í honum. Meðal annars innviðagerð vegna lóðanna. Nýverið hófst skipulagsvinna við annan áfanga en í honum er gert ráð fyrir 13 lóðum.

„Langflestum lóðanna hefur verið úthlutað, innviðagerð er á góðu róli, allar lagnir komnar að lóðamörkum og fráveitukerfi komið í gagnið. Þá er búið að hafa jarðvegsskipti í öllum vegum og fyrsta burðarlag er komið á götur. Þetta hverfi er hugsað sem dreifbýlisbyggð til lögheimilisskráningar en alls ekki að þarna byggist upp þéttbýli,“ segir Ólafur.

Svo gott sem allar lóðir í fyrri áfanga eru seldar og unnið að skipulagi annars áfanga. Hér til vinstri má sjá stöðuna á Hagabyggð eitt.

Framkvæmdir hafnar á 5 lóðum

Hann segir lóðarhafa koma víða að, langflesta þó af Eyjafjarðarsvæðinu, en einnig hefur fólk sem býr fyrir sunnan og vestan sóst eftir lóðum í Hagabyggð. „Íbúasamsetningin virðist ætla að verða í anda þess sem við spáðum fyrir um, að uppleggi fólk eldra en 45 ára með uppkomin börn með mátulegum undantekningum. „Framkvæmdir eru hafnar á 5 lóðum og segir Ólafur að fleiri séu í startholum að stökkva af stað. „Ég gerir ráð fyrir að tveir til þrír grunnar verði teknir til viðbótar á árinu ef tíðarfar leyfir.

Fyrstu húsin risu bara nú fyrir skemmstu þegar bílskúr og gestahús risu á lóð númer 6 við Hagatún. Mér finnst viðbúið að fyrstu íbúarnir flytji inn á næsta ári,“ segir hann.

Örfáar lóðir eftir

Einungis eru 1 til 2 lóðir eftir í fyrri áfanga svæðisins, skipulagsvinna við annan áfanga er að hefjast og úthlutun í þeim áfanga verður um leið og þeirri vinnu er lokið og framkvæmdaleyfið komið í hús.

„Við styðjumst áfram við sömu hugmyndafræði, þ.e. að útbúa rúmgóðar sjávarlóðir, þar sem einkunnarorðin eru náttúra, næði og frelsi,“ segir Ólafur og vísar m.a. til þess að í næsta nágrenni séu góðir möguleikar á heilbrigðri útivist og skilmálar deiliskipulags séu ekki þröngt afmarkaðir heldur gefst lóðarhöfum og hönnuðum þeirra færi á að koma með sínar hugmyndir að húsum án þess að skilmálar marki djúp spor.

Gæðamatur er dýr í framleiðslu
Líf og starf 19. júní 2025

Gæðamatur er dýr í framleiðslu

Edward Carr, forseti írsku samvinnuhreyfingarinnar (ICOS) segir að gæðamatvara s...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 18. júní 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. júní 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera varkár þegar kemur að óvæntum útgjöldum. Nú er tími til...

Flaggar ólíkum fánum daglega
Líf og starf 10. júní 2025

Flaggar ólíkum fánum daglega

Ólafur Sverrisson fánasafnari á 214 ólíka fána, bæði þjóðfána ásamt fánum sem ti...

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er ...

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans
Líf og starf 6. júní 2025

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans

Þórhildur Ólafsdóttir sendi fyrr á árinu frá sér bókina Með minnið á heilanum se...

Óheppni spilarinn
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég ...

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís
Líf og starf 2. júní 2025

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís

Búminjasafnið Lindabæ á tíu ára afmæli nú í sumar. Safnið lætur gera upp sjaldgæ...