Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl
Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jafnvel fara í frekara nám. Honum eru hæg heimatökin þessa dagana því stjörnurnar bera með sér greiða leið til þess að láta þá drauma rætast. Örlítil veikindi eru í kortunum.
Happatölur 69, 15, 32.
Fiskurinn reynir nú af öllum mætti að gera sem flesta ánægða. Hann ætti frekar að líta inn á við og vekja þar drauga og dísir hamingjunnar auk þess að æfa sig í að vera sjálfum sér nógur. Fjármálin halda áfram jákvæðu gengi sínu og má fiskurinn gjarnan láta eitthvað eftir sér. Happatölur 1, 45, 16.
Hrúturinn ætti að leyfa sér að njóta lífsins frá hjartarótum og að sama skapi tryggja og hlúa vel að þeim rótum sem hann hefur fest frá frumbernsku. Ekki endilega vera á sífelldu vafri um heim tilfinninganna og búast við að geta sáð fræjum sínum í þurran svörð. Happatölur 8, 15, 32.
Nautið er sífellt að verða rórra í sjálfu sér og ætti að hafa í huga máltækið svo uppsker sem sáir því nú er svo sannarlega komið að uppskerudögum. Því sem nautið varpar fram fær hann margfalt til baka þessa dagana þannig nú er um að gera að sýna sínar bestu hliðar. Happatölur 8, 24, 69.
Tvíburinn er órór. Það er ekki beinlínis óvanalegt enda á hann það til að sveiflast tilfinningahliða á milli með meiri krafti en margur. Hann hefur hins vegar á bakinu stóra ákvörðun sem hann þarf að vinna úr. Gott er að hreinsa hugann og skrifa niður kosti og galla. Happatölur 3, 48, 79.
Krabbinn hefur nýlega leitt hugann að málum hjartans og þá einkum sem áttu sér stað fyrir allmörgum árum síðan. Einhver löngun er til þess að endurvekja gömul kynni en hafa skal í huga að ef svo verður raunin er um óafturkallanleg skref að ræða hvort sem eru til góðs eða ekki. Happatölur7, 21, 78.
Ljónið situr sem fastast á rússíbanareið tilfinninganna þessar vikurnar. Hann getur ekki með nokkru móti ákveðið sig hvort hann eigi að halda áfram að kynda undir löngunum sínum eða slökkva eldinn – sem hann þó veit að væri bæði sér og sínum nákomnustu til góða. Happatölur 67, 13, 24.
Meyjan hlakkar til sumarsins og ætti að hefja undirbúning alls þess skemmtilega sem verða vill með hækkandi sól. Þau plön sem lögð eru niður núna munu fá fullan meðbyr og er meyjan í hvívetna hvött til þess að deila löngunum sínum og sýn með öðrum. Happatölur 12, 56, 82.
Vogin þarf að gæta þess að vinna ekki of mikið og halda hvíldardaginn heilagan. Hún er óðum að stíga skref til betri tíma og með hverju spori verður hún styrkari í sjálfri sér. Sjálfstraust og sjálfstæði í hávegum og rétt að geyma innra með sér þær tilfinningar til að nýta síðar. Happatölur 4, 69, 37.
Sporðdrekinn hefur verið að hlaupa í hringi finnst honum og elta skottið á sjálfum sér, óráðinn með hver stefna hans er í lífinu. En hvað vill hann? Hvað gleður hann? Hvað er honum ekki að skapi? Þessu mætti hann velta fyrir sér og taka vel ígrundaðar ákvarðanir að því loknu. Happatölur 9, 13, 43.
Bogmaðurinn hefur sjaldan eða aldrei verið á betri stað í lífinu. Ekki er víst að hann geri sér fulla grein fyrir því þó, en ætti að veita smáatriðunum athygli og þá mun renna upp fyrir honum ljós. Einhver veikindi eru í kortunum en þó ekki illvægileg. Happatölur 10, 77, 96.
Steingeitin finnur að hún er að mildast með vorinu og gæti jafnvel hugsað sér að hafa samband við gamla ástvini. Einhvern veginn er lundin léttari og góðar hugmyndir kvikna sem ætti ekki að hika við að virkja. Eitthvert skarð verður í vinahópnum. Happatölur 2, 15, 11.