Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það var margt um manninn í réttunum í stilltu og fallegu veðri. Réttir eru alltaf mikil mannamót og gaman að sjá hvað margir klæðast íslenskum lopapeysum.
Það var margt um manninn í réttunum í stilltu og fallegu veðri. Réttir eru alltaf mikil mannamót og gaman að sjá hvað margir klæðast íslenskum lopapeysum.
Mynd / MHH
Líf og starf 16. september 2021

Smalað í Hrútatungurétt

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrstu haustréttir landsins fóru fram laugardaginn 4. september og standa nú réttir sem hæst yfir víða um land. 

Hrútatungurétt í Hrútafirði var ein af þeim réttum sem réttað var í 4. september. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum og komu lömbin vel holduð og falleg af fjalli. 

Magnús Hlynur Hreiðarsson var í réttunum og tók meðfylgjandi ljósmyndir.

Bændur voru ánægðir með það hvað lömbin komu falleg af fjalli.

Kvenfélag Staðarhrepps sá um kaffiveitingarnar í réttarhléinu af sínum myndarskap.

Það er mjög mikilvægt að skoða mörkin vel þannig að kindurnar fari nú örugglega í réttan dilk.

Það á að vera gaman og það er gaman í réttum. Hér að ofan er Anna Björk Björgvinsdóttir að draga fyrir Þóroddsstaði.

Stundum þarf að bera lömbin í dilkana sína, hér hefur Sigurbjörg Þorsteinsdóttir á Reykjum brugðið á það ráð.

Ómar Elí Fannarsson, sjö ára, var að fara í sínar fyrstu réttir. Honum fannst ótrúlega gaman í réttunum og fékk stundum aðstoð ömmu sinnar við að draga.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...