Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það var margt um manninn í réttunum í stilltu og fallegu veðri. Réttir eru alltaf mikil mannamót og gaman að sjá hvað margir klæðast íslenskum lopapeysum.
Það var margt um manninn í réttunum í stilltu og fallegu veðri. Réttir eru alltaf mikil mannamót og gaman að sjá hvað margir klæðast íslenskum lopapeysum.
Mynd / MHH
Líf og starf 16. september 2021

Smalað í Hrútatungurétt

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrstu haustréttir landsins fóru fram laugardaginn 4. september og standa nú réttir sem hæst yfir víða um land. 

Hrútatungurétt í Hrútafirði var ein af þeim réttum sem réttað var í 4. september. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum og komu lömbin vel holduð og falleg af fjalli. 

Magnús Hlynur Hreiðarsson var í réttunum og tók meðfylgjandi ljósmyndir.

Bændur voru ánægðir með það hvað lömbin komu falleg af fjalli.

Kvenfélag Staðarhrepps sá um kaffiveitingarnar í réttarhléinu af sínum myndarskap.

Það er mjög mikilvægt að skoða mörkin vel þannig að kindurnar fari nú örugglega í réttan dilk.

Það á að vera gaman og það er gaman í réttum. Hér að ofan er Anna Björk Björgvinsdóttir að draga fyrir Þóroddsstaði.

Stundum þarf að bera lömbin í dilkana sína, hér hefur Sigurbjörg Þorsteinsdóttir á Reykjum brugðið á það ráð.

Ómar Elí Fannarsson, sjö ára, var að fara í sínar fyrstu réttir. Honum fannst ótrúlega gaman í réttunum og fékk stundum aðstoð ömmu sinnar við að draga.

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...