Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Páll Sigurðsson, nýr skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar. Hann tekur við starfinu um áramótin. Hann verður með skrifstofu á Selfossi.
Páll Sigurðsson, nýr skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar. Hann tekur við starfinu um áramótin. Hann verður með skrifstofu á Selfossi.
Mynd / Linn Bergbrant
Líf og starf 11. janúar 2023

Páll ráðinn í starf skipulagsfulltrúa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Páll Sigurðsson skógfræðingur var nýlega ráðinn úr hópi 19 umsækjenda í stöðu skipulagsfulltrúa hjá Skógræktinni.

„Það er margt á döfinni í skógræktarmálum núna og vonandi tekst mér vel að halda því við og þróa sem mér er trúað fyrir. Starfið felst m.a. í umsögnum um skógrækt í skipulagsmálum, leiðbeiningum og aðstoð við sveitarfélög og aðra í þeim málum. Nú og svo stendur fyrir dyrum að vinna landshlutaáætlanir í skógrækt og endurskoða gæðaviðmið í skógrækt. Ég hlakka til að takast á hendur krefjandi og skemmtilegt starf,“ segir hann.

Páll er í doktorsnámi við Land- búnaðarháskóla Íslands en hefur áður lokið fimm ára námi í skógfræði frá Arkangelsk-háskóla í Rússlandi og doktorsprófi frá sama skóla. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem brautarstjóri BS-náms í skógfræði við LbhÍ og kennt bæði við háskóla- og starfsmenntanámið.

Námið í Rússlandi

„Ég lærði skógfræðina við gamlan og gróinn skóla norður í Arkangelsk. Timbrið og skógurinn spila stórt hlutverk þar, t.d. voru gangstéttirnar í heilu hverfunum úr tréplönkum, nokkurs konar trébrýr. Stundum sleipar í rigningu, en mjúkt undir fót,“ segir Páll aðspurður um námið í Rússlandi.

Hann segir gott að tileinka sér fagþekkinguna í landi þar sem er löng og rík hefð fyrir nýtingu, iðnaði og sambúð við skóg. Allt sé þetta okkur Íslendingum kannski fjarlægt á vissan hátt.

„Maður þarf líka að máta það við veruleikann hér á landi. Við erum að fást við öðruvísi aðstæður og vandamál hér. Markmiðin og leiðirnar að þeim eru þess vegna aðrar. Þannig að það er nú ekki síður margt sem maður lærir af því að vinna í skógrækt hérna heima, en maður lærir í skólum erlendis.“

Páll bjó í áratug í Arkangelsk en kom heim fyrir sjö árum og býr núna í Sandvíkurhreppi hinum forna í Árborg, þaðan sem hann er ættaður. „Ég hugsa með hlýju til þessa tíma úti og alls fólksins sem ég kynntist. En það hefur verið óskemmtilegt að fylgjast með fréttum undanfarið tæpt ár,“ segir Páll.

Skylt efni: Skógrækt

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...

Útlitið er ekki allt
Líf og starf 8. júlí 2024

Útlitið er ekki allt

„Sko, þetta hús byggði Síldarverksmiðja ríkisins árið 1943 og hér voru skrifstof...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Oddgeirshólar
29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn