Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík
Mynd / Aðalsteinn Árni Baldursson
Líf og starf 25. maí 2020

Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það hefur heldur betur verið líf og fjör í Grobbholti liðna daga, en þangað hafa leik- og grunnskólabörn af Húsavík ásamt öðrum góðum gestum komið og litið á litlu lömbin sem þar skoppa nú um að minnsta kosti bráðum grænar grundir. 
 
Grobbholt er skammt ofan Húsavíkur og þar stunda fjórir félagar úr bænum frístundabúskap af miklum móð. Fyrir hópnum fer Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags. 
„Við erum með um 40 kindur í Grobbholti og búskapurinn hjá okkur gengur vel. Sauðburður hefur sömuleiðis gengið vel og þó nokkuð komið af lömbum,“ segir hann.
 
Aðalstein Árni Baldursson, frístundabóndi og fromaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, er ólatur við að sýna börnunum kindurnar sínar. 
 
Leikskóla- og grunnskólabörn koma gjarnan við í fjárhúsunum og hafa gaman af að berja ungviðið augum. Sá háttur hefur verið hafður á um nokkurra ára skeið og hafa Aðalsteinn og félagar gert hvað þeir geta til að taka vel á móti börnunum. Þeir hafa bætt við sig dýrum, eru með dúfur, hænu og kanínu svo börnin hafa nóg við að vera í heimsókn sinni í Grobbholt – sem Aðalsteinn segir að sumir hverjir vilji kalla Stóra-Grobbholt og þykir réttnefni.
 
„Fólk hér um slóðir segir stundum að sumarið sé komið þegar búið er að líta við hjá okkur og heilsa upp á lömbin,“ segir Aðalsteinn. 
Austfirskri framleiðslu hampað
Líf og starf 12. nóvember 2025

Austfirskri framleiðslu hampað

Þann 15. nóvember næstkomandi verður Matarmót Austurlands haldið í Sláturhúsinu,...

Leita íslenskra handrita á hafsbotni
Líf og starf 12. nóvember 2025

Leita íslenskra handrita á hafsbotni

Fornleifafræðingar undirbúa nú leit að skipi á hafsbotninum vestan við Langanes ...

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...