Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík
Mynd / Aðalsteinn Árni Baldursson
Líf og starf 25. maí 2020

Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það hefur heldur betur verið líf og fjör í Grobbholti liðna daga, en þangað hafa leik- og grunnskólabörn af Húsavík ásamt öðrum góðum gestum komið og litið á litlu lömbin sem þar skoppa nú um að minnsta kosti bráðum grænar grundir. 
 
Grobbholt er skammt ofan Húsavíkur og þar stunda fjórir félagar úr bænum frístundabúskap af miklum móð. Fyrir hópnum fer Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags. 
„Við erum með um 40 kindur í Grobbholti og búskapurinn hjá okkur gengur vel. Sauðburður hefur sömuleiðis gengið vel og þó nokkuð komið af lömbum,“ segir hann.
 
Aðalstein Árni Baldursson, frístundabóndi og fromaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, er ólatur við að sýna börnunum kindurnar sínar. 
 
Leikskóla- og grunnskólabörn koma gjarnan við í fjárhúsunum og hafa gaman af að berja ungviðið augum. Sá háttur hefur verið hafður á um nokkurra ára skeið og hafa Aðalsteinn og félagar gert hvað þeir geta til að taka vel á móti börnunum. Þeir hafa bætt við sig dýrum, eru með dúfur, hænu og kanínu svo börnin hafa nóg við að vera í heimsókn sinni í Grobbholt – sem Aðalsteinn segir að sumir hverjir vilji kalla Stóra-Grobbholt og þykir réttnefni.
 
„Fólk hér um slóðir segir stundum að sumarið sé komið þegar búið er að líta við hjá okkur og heilsa upp á lömbin,“ segir Aðalsteinn. 
Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...

Ávaxtakarfan í Hveragerði
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikf...

Mannlífið í réttum
Líf og starf 1. október 2024

Mannlífið í réttum

Réttir eru mannfögnuður og annáluð lopapeysupartí. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fa...

Ljósið sigrar myrkrið
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturt...

Blítt og létt í Ölfusrétt
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastli...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum í takt við þau skref sem hann hefu...

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...