Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hópur Blikafélaga í Kötlu-íshellinum í byrjun mars.
Hópur Blikafélaga í Kötlu-íshellinum í byrjun mars.
Mynd / Kristín Snorradóttir Waagfjörð
Líf og starf 13. apríl 2021

Kötlu-íshellirinn í Mýrdalsjökli eitt af undrum veraldar

Höfundur: KSW

Ljósmyndaklúbburinn Blik fór í helgarferð til Víkur í Mýrdal dagana 5.–7. mars síðastliðinn til að sjá og skoða Kötlu-íshellinn í Mýrdalsjökli. Ákveðið var að njóta liðsinnis Southcoast Adventure til fararinnar enda þeir með reglulegar ferðir inn að Kötlujökli.

Fór hópurinn á tveimur vel útbúnum fjallabílum sem út af fyrir sig er hreint ævintýri. Þegar komið var inn eftir dreifðu fararstjórarnir, sem jafnframt voru ökumenn­irnir, mannbroddum og hjálmum til allra, enda hluti af öryggisbúnaði sem til þarf við heimsóknir í íshella og jökla.

Þægileg aðkoma

Veðrið var ein­stak­lega milt og smá þokusuddi til að byrja með en rofaði til fljótlega eftir að komið var í hellinn og varð eins og best var á kosið. Um 10 mínútna gangur er frá bílastæðinu að hellinum og frekar þægileg ganga fyrir alla sem yfir höfuð geta gengið.

Íshellirinn í Kötlujökli hefur myndast undan­far­in ár mest af leysingarvatni og yfirborðs­bráðnun í jöklinum, mismikið vatn rennur um hellinn og fer það eftir árstíma hvort sé fært inn í hellinn eða ekki. Þessa helgi var mjög lítið vatn á ferðinni og auðvelt að skoða sig um í hellinum og taka myndir, sem var tilgangur ferðarinnar fyrst og fremst.

Hellis­opið er frekar stórt, um 25 til 30 metrar, og dvöld­um við þarna á annan tíma við mynda­tök­ur eða þar til næsti hópur mætti á svæðið, þá var genginn smáspölur suður fyrir íshellinn að ísdal sem þar hefur myndast undanfarin ár. Þar var okkur bent á hvernig íshellar myndast. þetta svæði er í jaðri gígs eins öflugasta eldfjalls landsins, Kötlu, og er svæðið hálfgerð paradís ljósmyndarans, endalausar ísmyndanir alls staðar í kring hvert sem litið var og myndefni óþrjótandi.

Eitt af undrum veraldar

Íshellirinn í Kötlujökli er breytilegur frá degi til dags, en er alltaf mögnuð sýn, eiginlega eitt af undrum veraldar. Katla, sem gaus síðast árið 1918, og ummerki á svæðinu bera með sér hrikalegar hamfarir sem gosið olli. Leiðsögumennirnir útskýrðu fyrir okkur hvernig landið breyttist í þessum hamförum. Einstaklega skemmtileg og fróðleg ferð, sem vakti löngun hjá okkur öllum um fleiri ferðir til að fræðast enn meir um okkar yndislega og stórbrotna land. Svæðið í kringum Vík var svo skoðað og myndað, meðal annars Hjörleifshöfði, Reynisfjall, Reynisfjaran, Dyr­hóla­ey og víðar.

Stefnan er að fara í fleiri ferðir út á land, bæði dagsferðir og helgarferðir.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að vera með okkur í Ljósmynda­klúbbnum Blik að hafa samband við klúbbinn á blik.is eða Sólveigu Stolzenwald í síma 863 7273 og fá frekari upplýsingar.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...