Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell, gamanleik af bestu gerð í þýðingu Elísabetar Snorradóttur.

Leikhúsgestir fá að kynnast þremur ekkjum, vinkonum sem allar hafa gengið í gegnum missi eiginmanns síns en fundið mismunandi leiðir til að takast á við þá sorg. Þær fara saman mánaðarlega í kirkjugarðinn til að vitja grafanna, og rekast einn daginn á fullorðinn ekkil. Einhverjar tilfinningar kvikna í kjölfarið sem miserfitt er að vinna úr enda spurning hvort eigi að vera sínum ektamanni trú yfir líf og dauða. Eitt er víst að lífið heldur áfram. Vinkonumar þrjár eru leiknar af þeim Hönnu Margréti Kristleifsdóttur, Sóleyju B. Axelsdóttur og Stefaníu B. Björnsdóttur. Ekkilinn leikur Jón Gunnar Axelsson og kunningjakonu þeirra leikur Margrét Eiríksdóttir undir leikstjórn Péturs Eggerz. Hefjast sýningar þann 8. mars en uppselt er á frumsýninguna. Frekari sýningar eru 10. mars klukkan 17, og svo 16. og 22. mars klukkan 20. Miðasala er í síma 8975007 og á netfanginu halaleikhopurinn.is en miðaverð er 3.500 kr.

Skylt efni: Halaleikhópurinn

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...

Hrafntinna afmælisbarn
Líf og starf 6. nóvember 2024

Hrafntinna afmælisbarn

Nafn: Hrafntinna Ögmundsdóttir.

Mikilvægustu kosningamál bænda
Líf og starf 6. nóvember 2024

Mikilvægustu kosningamál bænda

Þegar líður að kosningum skiptir máli að vita hvaða málefni brenna á bændum. Bæn...

Auðnutittlingur
Líf og starf 6. nóvember 2024

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur er lítill og fíngerður fugl af finkuætt. Hann er langalgengasta ...

Bryndís og Rosemary
Líf og starf 5. nóvember 2024

Bryndís og Rosemary

Kunnar briddskempur, Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, eru Íslandsmeista...

Lopi leiðtoganna
Líf og starf 4. nóvember 2024

Lopi leiðtoganna

Íslenska ullin hefur lengi verið aðaluppistaðan í klæðnaði hérlendis og staðið a...

„... smalinn er alkominn heim“
Líf og starf 4. nóvember 2024

„... smalinn er alkominn heim“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Stephan G. Stephanssyni.

Kýrbyrjunin eða Cow opening
Líf og starf 1. nóvember 2024

Kýrbyrjunin eða Cow opening

Í skák eru til mjög margar byrjanir, sem í gegnum tíðina hafa fengið ýmis nöfn. ...