Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Ripley endaði í 24. sæti og Maríus Halldórsson með hundinn Rosa endaði í 30. sæti á heimsmeistaramóti smalahunda þar sem 240 keppendur tóku þátt.
Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Ripley endaði í 24. sæti og Maríus Halldórsson með hundinn Rosa endaði í 30. sæti á heimsmeistaramóti smalahunda þar sem 240 keppendur tóku þátt.
Mynd / Aðsend - SÍF
Líf og starf 10. október 2023

Íslendingar á heimsmeistaramóti smalahunda

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Á Norður-Írlandi var haldið heimsmeistaramót alþjóðlegra samtaka smalahunda á dögunum. (e. International sheep dog society)

Tveir Íslendingar ásamt smalahundum sínum tóku þátt, en heimsmeistaratitillinn féll í skaut Norðmanna að þessu sinni.

Í heildina tóku 240 hundar þátt sem komu frá 30 mismunandi löndum og til að halda mótið þurfti 1.200 kindur sem nýttar voru til smalamennskunnar.

Fyrir hönd SFÍ fóru Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Ripley og Maríus Halldórsson með hundinn Rosa. Elísabet og Ripley enduðu í 24. sæti en Maríus og Rosi í 30. sæti.

Það var svo Norðmaðurinn Petter Landfald með hundinn Max sem landaði heimsmeistaratitlinum eftir mjög fagmannlega útfært rennsli. Fyrstu tvo dagana er keppt í sex 40 manna riðlum en efstu keppendur hvers riðils halda áfram í undanúrslit og að lokum standa eftir 16 keppendur sem taka þátt í úrslitum.

Þegar komið er í úrslit verða verkefnin töluvert erfiðari. Í tilkynningu frá Smalahundafélagi Íslands (SFÍ) er greint frá því að hundarnir byrja á að sækja einn hóp af tíu kindum og færa á ákveðinn stað í brautinni. Því næst þurfa þeir að snúa frá þeim hópi og sækja annan hóp kinda sem staðsettur er annars staðar í brautinni. Sameina þarf kindahópana og reka eftir beinni línu á svokölluðum þríhyrningi í gegnum hlið og skiptihring. Þegar því er lokið þarf að flokka frá 15 kindur sem ekki eru með hálsól.

Þetta allt þarf að framkvæma á undir 30 mínútum.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...