Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hrafnsönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. janúar 2024

Hrafnsönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrafnsönd er meðalstór kafönd og er nokkuð auðþekkjanleg frá öðrum andartegundum sem finnast á Íslandi. Steggurinn er gljásvartur og kollan dökkmóbrún. Hrafnsönd er eina öndin í hópi svartanda sem verpur á Íslandi. Stofninn er ekki stór, einungis örfá hundruð og má segja að hún sé fremur sjaldgæf. Þeir fuglar sem verpa hér finnast helst við Mývatn og á örfáum öðrum vötnum. Hún er að langmestu leyti farfugl og eru vetrarstöðvarnar á sjó í Vestur-Evrópu. Einungis litlir hópar af hrafnsöndum hafa haft vetrarsetur á Skjálfanda og við Hvalsnes og Þvottárskriður. Aðrar tegundir af svartöndum hafa ekki orpið á Íslandi en sumar þeirra sjást reglulega á sjó við Íslandsstrendur og þá gjarnan í hópi með æðarfuglum eða hrafnsöndum.

Skylt efni: fuglinn

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...