Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð
Líf og starf 18. maí 2020

Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þessum árstíma. 
 
Sigríður, ásamt Benedikt Líndal og yngsta barni þeirra, Sigurjón Líndal Benediktsson, fluttu í sveitina fyrir einu og hálfu ári en  jörðin hafði þá verið í eyði frá því 1964. 
 
„Við erum að byggja upp á bænum og búum með íslensku húsdýrin, ferðaþjónustu, skógrækt og fleira. Við erum með nokkrar forystukindur + hrúta, geithafra og hross og þjónustu í kringum hestamennsku, svo sem reiðkennslu, kennsluefnisgerð og reiðtygjasölu. Í sumar er svo að hefjast hjá okkur ný tegund ferðamennsku sem eru stuttar heimsóknir fólks á bæinn okkar til að skoða, upplifa og heyra sögu forystukindanna, taka göngutúr með tamda geithafra eða fara í náttúrugöngu um landareignina undir leiðsögn.  Tilvalið fyrir fólk sem er á ferðinni og langar að fá smá fjárhúsalykt í nefið og prófa öðruvísi afþreyingu. Geiturnar og forystuféð er notað í þessum tilgangi. Við bjóðum sem sagt upp á að fólk komi í heimsókn í fjárhúsið okkar og kynnist forystukindum í návígi, hafi gaman, fái fræðslu og megi snerta og upplifa,“ segir Sigríður. 
 
Fjölskyldan á Gufuá í Borgarbyggð býður fólki að koma í heimsókn í fjárhúsið sitt þar sem hægt er að skoða  íslenskt forystufé, hrúta, ær og lömb. Nánari upplýsingar má sjá á vef Gufuá.

Skylt efni: forystufé | sauðfburður | Gufuá

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...