Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Allir eru velkomnir á Dag sauðkindarinnar, sem haldin verður hátíðlegur á Hvolsvelli laugardaginn 14. október.
Allir eru velkomnir á Dag sauðkindarinnar, sem haldin verður hátíðlegur á Hvolsvelli laugardaginn 14. október.
Mynd / MHH
Líf og starf 13. október 2023

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það verður mikið um að vera í reiðhöllinni Skeiðavangi á Hvolsvelli laugardaginn 14. október á „Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu“ á vegum Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu.

Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts mega mæta með fé til sýningar en dómar byrja klukkan 10 og sýningin sjálf klukkan 13.

Verðlaun verða veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, besta kollótta lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrin og bestu hyrndu gimbrina. Einnig verða verðlaun fyrir besta veturgamla hrútinn úr kynbótamati ársins 2022 og bestu fimm vetra ána úr kynbótamati ársins 2022.

Auk þess verður ræktunarbú ársins 2022 verðlaunað og sérstök verðlaun verða fyrir þykkasta bakvöðva sýningarinnar. Áhorfendur fá síðan að velja litfegurstu gimbrina úr lömbum sem taka þátt í litasamkeppni dagsins. SS styrkir sýninguna með því að gefa gestum kjötsúpu.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...