Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dýrindis saltkjöt var á boðstólum auk gúllassúpu sem rann ljúft ofan í mannskapinn.
Dýrindis saltkjöt var á boðstólum auk gúllassúpu sem rann ljúft ofan í mannskapinn.
Líf og starf 22. júlí 2021

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu

Um hundrað manns mættu til veisluhalda á Króksstöðum í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Króksstaðabændur, hjónin Helga Árnadóttir og Guðmundur Karl Tryggvason, eigendur jarðarinnar ásamt Stefáni Erlingssyni sem á þar hús, buðu hestamönnum að koma við og gera sér glaðan dag yfir saltkjöti og gúllassúpu. „Það var greinilegt að fólk þyrstir í skemmtilegar samverustundir, eftir langan vetur án mikils samkomuhalds,“ segir Guðmundur. Hann og Helga hafa hross sín í haga á Króksstöðum, halda þar hænur og eru með matjurtagarð, en búa á Akureyri.

Guðmundur og Stefán hafa lengi verið samtíða í hestamennsku og brallað eitt og annað saman í áranna rás. Þeir til að mynda salta hrossakjöt í tunnur á haustin og sáu þegar á leið vorið að annaðhvort hafi verið ríflega sett í tunnurnar eða matarlystin með lakara móti, því mikið var til. Þeim datt því í hug að blása til veislu og bjóða Léttisfélögum að koma yfir, en hægur vandi er úr hesthúsahverfum Akureyrar yfir á Króksstaði einhesta.

„Það var nóg til fyrir alla, við vorum undir það búnir að taka á móti svo stórum hóp,“ segir Guðmundur sem er matreiðslumaður og starfaði og rak Bautann um árabil. Um 60 manns höfðu boðað þátttöku og þá mátti alltaf eiga von á slatta af fólki sem ekki hefði hirt um að skrá sig. Auk saltkjötsins var elduð gúllassúpa og fengu allir vel að borða, það var slegið á létta strengi, mikið hlegið og vitanlega tóku hestamenn lagið og sungu við raust.

Frumkvöðull ferst af slysförum
Líf og starf 13. nóvember 2025

Frumkvöðull ferst af slysförum

Hann var fyrstur til að ganga á Hvannadalshnúk og fyrstur til að þvera Langjökul...

Ný barnabók um íslenska fugla
Líf og starf 13. nóvember 2025

Ný barnabók um íslenska fugla

Ævintýraheimur íslenskra fugla 1 er ný barnabók eftir Sigurð Ægisson, ætluð aldu...

Austfirskri framleiðslu hampað
Líf og starf 12. nóvember 2025

Austfirskri framleiðslu hampað

Þann 15. nóvember næstkomandi verður Matarmót Austurlands haldið í Sláturhúsinu,...

Leita íslenskra handrita á hafsbotni
Líf og starf 12. nóvember 2025

Leita íslenskra handrita á hafsbotni

Fornleifafræðingar undirbúa nú leit að skipi á hafsbotninum vestan við Langanes ...

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...