Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2024.
Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2024.
Líf og starf 5. nóvember 2024

Bryndís og Rosemary

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Kunnar briddskempur, Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, eru Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2024.

Þær stöllur skoruðu 56,7 prósent og voru meira en einu og hálfu prósenti hærri en konurnar sem lönduðu öðru sæti, þær Inda Hrönn Björnsdóttir og Anna Heiða Baldursdóttir. Í þriðja sæti urðu Þorgerður Jónsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir.

Mótið fór fram í Síðumúlanum, húsnæði Bridgesambands Íslands, en alls tóku 13 pör þátt. Í spili 75, undir lok mótsins, sást að sumar valkyrjurnar slógu ekki af í sagnhörkunni eins og vera ber. Svo mikil var löngunin til að vinna slemmu í spilinu sem hér fer á eftir að þrjú pör melduðu sex hjörtu!

Þar sem tveir ásar eru úti og ekki eyða í nokkrum lit segir sig sjálft að sú sem spilar slemmu er dæmd til að gefa út töluna í dálk andstæðinganna, eða hvað?

Samt er málið ekki alveg einfalt.

Ef vörnin spilar til dæmis hlutlaus út trompi getur sagnhafi í suður kastað tveimur laufum í blindum niður í tígul, tekið trompsvíningu og unnið sitt spil.

Eitt par sem meldaði 6 hjörtu fór niður á henni eftir að vörnin hafði vit á að nýta ásana tvo í upphafi leiks. Sem getur verið mjög góð hugmynd þegar varist er gegn sumum slemmum! En ekki öllum slemmum. Stundum er óvarlegt að flagga ás í útspilni og sú er ein ástæða þess að brids er dularfullt og skemmtilegt spil. Ólíkar stöður, ólíkar sagnir og ólíkar hendur kalla á ólíkar aðgerðir – hverju sinni – en þó skyldi hver og ein aðgerð að nokkru leyti mótast af rökvísi hverju sinni. Í samræmi við mismunandi upplýsingar og oftar en ekki eru sagnirnar helsti lykillinn að vel heppnuðu útspili.

Skylt efni: bridds

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...