Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Á myndinni eru frá vinstri: Tara frá Sýrnesi, Vésteinn Garðarsson á Vaði, Benedikt Arnbjörnsson á Bergsstöðum, Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi, Böðvar Baldursson og Arnþór Máni Böðvarsson í Heiðargarði, Steingrímur Vésteinsson á Vaði, Embla frá Heiðargarði og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Bústöðum, en hann heldur í gimbur sem varð bandvön við smölunina.
Á myndinni eru frá vinstri: Tara frá Sýrnesi, Vésteinn Garðarsson á Vaði, Benedikt Arnbjörnsson á Bergsstöðum, Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi, Böðvar Baldursson og Arnþór Máni Böðvarsson í Heiðargarði, Steingrímur Vésteinsson á Vaði, Embla frá Heiðargarði og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Bústöðum, en hann heldur í gimbur sem varð bandvön við smölunina.
Mynd / Hólmfríður Kristjánsdóttir
Líf og starf 12. janúar 2024

Bjargvættir

Höfundur: Ragnar Þorsteinsson, Sýrnesi

Um miðjan desember sást til kinda í sumarbústaðalandi í Jódísarstaðaskógi við Skjálfandafljót. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða þrjú hvít lömb. Þá voru liðnir um þrír mánuðir frá því að hefðbundinni smölun var lokið. Nokkur umferð hafði verið í skóginum, bæði frá bústöðum og við grisjun hans, en ekkert sést til kinda. Einnig hafði verið nokkuð leitað á svæðinu að svarbotnóttri veturgamalli á með svart lamb úr Sýrnesi. Um hádegi á Þorláksmessu sást svo aftur til þeirra við góðar aðstæður og þá var smalað saman góðu liði sem hljóp frá skötu og öðru Þorláksmessugóðgæti til smalamennsku!

Eftir tiltölulega stutta en snarpa atlögu náðust svo lömbin og þá kom í ljós að þau voru frá Sýrnesi í Aðaldal. Var þá búið að afskrifa þau úr bókhaldi og ekki talið að þau væru lifandi. Lömbin voru allvel á sig komin, nánast eins og þau væru að koma af kálbeit, metin af smölum í fituflokk 3+ og við vigtun voru hrútarnir 41 kg og 46 kg og gimbrin 39 kg. Þeim hefur síðan heilsast vel í húsi. Þrátt fyrir frekari leit hefur ekkert sést til þeirrar veturgömlu og lambsins hennar.

Hér má sjá Sveinbjörn Þór Sigurðsson, bónda á Bústöðum, sem heldur í bandvana gimbur, eitt þeirra
ævintýragjörnu dýrasem sjá má á myndinni hér að ofan.
Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...