Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skálholt er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, enda koma þar margar rútur á hverjum degi ársins með ferðamenn.
Skálholt er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, enda koma þar margar rútur á hverjum degi ársins með ferðamenn.
Líf og starf 15. febrúar 2018

Biskupshúsið í Skálholti fær nýtt hlutverk

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það er augljóst að hraða þarf framkvæmdum eins fljótt og auðið er, einfaldlega vegna þess að hinn stöðugi straumur ferðamanna þarfnast þjónustu sem staðurinn getur ekki sinnt nema að litlu leyti við þær aðstæður sem nú eru,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, vegna nýs vígslubiskupshúss sem stendur til að byggja á staðnum. 
 
Haldin var samkeppni um hönnun hússins og var dómnefnd sammála um að mæla með tillögu ASK arkitekta til frekari útfærslu. Áhersluatriði keppnislýsingar voru: Innra fyrirkomulag, aðlögun húss að nýrri starfsemi, aðkoma og tengingar við nærliggjandi umhverfi og mannvirki, samhljómur við aðrar byggingar og umhverfi Skálholts og hagkvæmni í byggingu og rekstri. +
 
Svona mun biskupshúsið í Skálholti líta út samkvæmt tillögu ASK arkitekta.
 
Þjónustuhús fyrir  ferðamenn
 
Með breytingu á biskupshúsinu, frá því að vera heimili og móttökurými vígslubiskups, og aðstaða fyrir Skálholtsskórinn og organistann, verður nýja húsið  þjónustuhús fyrir kirkjugesti og ferðamenn. Reiknað er með að framkvæmdir við húsið hefjist í byrjun sumars. „Ég er hvorki fagmaður né spámaður og ætla ekki að geta mér til um kostnað eða byggingalok,“ bætti Kristján Valur við þegar hann var spurður út í kostnað við framkvæmdina. 

Skylt efni: Skálholt

Æfingaprógramm með Proust
Líf og starf 24. júní 2025

Æfingaprógramm með Proust

Tunglið forlag setti í loftið nýjan bókaflokk undir heitinu Svarthol á Bókmennta...

Tónlistardagskrá í allt sumar
Líf og starf 24. júní 2025

Tónlistardagskrá í allt sumar

Það mun allt iða af lífi og fjöri á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi í s...

Sögusetur íslenska fjárhundsins opnað
Líf og starf 24. júní 2025

Sögusetur íslenska fjárhundsins opnað

Eftir tveggja og hálfs árs undirbúning er búið að opna Sögusetur íslenska fjárhu...

Hrærður, ekki hristur
Líf og starf 23. júní 2025

Hrærður, ekki hristur

Það eru tvær og nákvæmlega tvær útgáfur af íslensku sumri; sú ákjósanlega er að ...

Kerfissigur á NM
Líf og starf 23. júní 2025

Kerfissigur á NM

Íslandi gekk ekki sem skyldi á Norðurlandamótinu í bridds sem fram fór á Laugarv...

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið
Líf og starf 20. júní 2025

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið

Í ágústmánuði árið 1880 kom Sigurður Vigfússon, gullsmiður og umsjónarmaður forn...

Gæðamatur er dýr í framleiðslu
Líf og starf 19. júní 2025

Gæðamatur er dýr í framleiðslu

Edward Carr, forseti írsku samvinnuhreyfingarinnar (ICOS) segir að gæðamatvara s...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 18. júní 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...