Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Útbreiðsla fjölónæmra baktería í Bretlandi er meiri en áður var talið.
Útbreiðsla fjölónæmra baktería í Bretlandi er meiri en áður var talið.
Mynd / Diego San
Líf og starf 11. júlí 2022

Banvæn baktería í svínakjöti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Enterococci bakteríur með sérstaklega öflugt ónæmi gagnvart sýklalyfjum fundust í svínakjöti sem stendur breskum neytendum til boða.

Samkvæmt nýrri rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarstofu á Bretlandi fundust enterococci bakteríur í 25 sýnum af 103.

Enterococci bakteríurnar í 23 af 25 sýktu sýnunum sýndu ónæmi fyrir minnst einni tegund sýklalyfja. Rannsóknaraðilar hafa sérstakar áhyggjur af því að 13 sýni höfðu að geyma bakteríur sem sýndu ónæmi fyrir sýklalyfinu Vankómýcín en sýkingar af þeirra völdum geta í verstu tilfellum leitt til dauða. Vankómýcín er mjög sterkt og hættumikið sýklalyf af flokki lyfja sem nefnist glýkópeptíð.

Það er með mjög þröngt verkunar svið og einungis notað þegar önnur lyf hafa ekki virkað. The Guardian greinir frá. 

Sýklalyfjaónæmi er vaxandi
vandamál í Evrópu, en ein helsta ástæða fjölgunar fjölónæmra baktería er mikil notkun sýklalyfja í landbúnaði; sérstaklega til þess að fyrirbyggja og meðhöndla sýkingar á verksmiðjubúum.

Vegna fjölgunar á enterococci og öðrum fjölónæmum bakteríum hafa verið framkvæmdar stikkprufur í kjöti í verslunum undanfarin ár. Í rannsókn á vegum breskra stjórnvalda frá árinu 2018 reyndist eitt sýni af hundrað sem voru tekin af svína- og alifuglakjöti vera sýkt, á meðan í áðurnefndri rannsókn fundust enterocicci bakteríur í 25 af 103 sýnum.

Sérstaka athygli vakti að bakteríurnar fundust í kjöti úr lífrænni ræktun, þrátt fyrir að þar sé talsvert minni sýklalyfjanotkun. Þessar niðurstöður sýna að sýklalyfjanotkun er farin úr böndunum innan ákveðinna geira kjötframleiðslunnar, en meira en helmingur sýklalyfja heimsins eru notuð í búfénað.

Vankómýcín sýklalyfið var mikið notað erlendis til þess að auka vaxtarhraða búfénaðar þangað til að Evrópusambandið lagði bann við notkun þess í landbúnaði árið 1997. Taumhald var sett á þetta lyf þar sem sýnt var fram á að mikil notkun þess hefði leitt til fjölgunar baktería með ónæmi fyrir glýkópeptíð sýklalyfjum sem geta dreift sér úr búfénaði yfir í fólk.

Þrátt fyrir að Vankómýcín hafi ekki verið notað í 25 ár hafa rannsóknir sýnt fram á að vegna mikillar notkunar annarra sýklalyfja eru bakteríur með ónæmi fyrir glýkópeptíð sýklalyfjum enn útbreiddar í evrópskum landbúnaði.

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...