Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tólf arma stjörnuteppi
Hannyrðahornið 26. júní 2019

Tólf arma stjörnuteppi

Höfundur: Handverkskúnst
Heklað úr Scheepjes Whirl, aðeins eina dokku þarf í teppið. Garnið er mjúkt og skemmtilegt að vinna með. 
 
Teppið kemur einstaklega vel út úr þessu skemmtilega garni sem skiptir sjálft um lit. 
 
Garn: Scheepjes Whirl 1 dokka, litur 768, Sherbet Rainbow. 
Fæst í Handverkskúnst, Rokku Fjarðarkaupum og Gallerý Snotru Akranesi.
 
Heklunál: 3,5 mm
 
Stærð: 89 cm þvermál
 
Skammstafanir: Sl. – sleppa, LL – loftlykkja, L – lykkja, KL – keðjulykkja, ST, stuðull, LL-bil – loftlykkjubil
 
Hver umferð byrjar á 2 loftlykkjum og teljast þær alltaf sem fyrsti stuðull umferðarinnar, hverri umferð er svo alltaf lokað með keðjulykkju í aðra loftlykkju af þessum tveimur.
 
Fitjið upp 4 LL, tengið saman í hring með KL.
 
1. umf: Heklið 2 LL (telst sem 1 ST), heklið 11 ST inn í hringinn, lokið umf með KL. (12 ST)
2. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í sömu L, 2 ST í hverja L út umf, lokið umf. (24 ST)
3. umf: Heklið 2 LL, *sl. 1 L, heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) saman í næstu L*, endurtakið frá * að * 10 sinnnum til viðbótar, heklið 1 ST í fyrstu L umf, 2 LL, lokið umf með KL. 
4. umf: Heklið KL yfir í næsta LL-bil, heklið (2 LL, 1 ST, 2 LL, 2 ST) í LL-bilið, heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næstu 11 LL-bil, lokið umf.
5. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 1 ST, sl. 2 L, 1 ST *, endurtakið frá * að * út umf, síðasta endurtekningin endar við sl. 2, lokið umf.
6. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 1 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 2 ST, sl. 2 L, 2 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf. Athugið að héðan í frá endar síðasta endurtekningin í hverri umf við sl. 2.
7. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
8. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
9. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 3 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 4 ST, sl. 2 L, 4 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
10. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
11. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
12. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 5 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 6 ST, sl. 2 L, 6 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
13. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 6 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 7 ST, sl. 2 L, 7 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
 
Umferðir 11-13 eru endurteknar til þess að stækka teppið, með hverri endurtekningu fjölgar stuðlunum. Heklið áfram þar til æskilegri stærð hefur verið náð, eða þar til garnið er búið. Í teppinu á myndinni eru 43. umferðir. Í lokin má hekla tvær umferðir af fastapinnum til þess að ramma teppið inn, en það er ekki nauðsynlegt.
 
 
Þýdd uppskrift frá Celeste Young. 
 
Heklkveðjur
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL