Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þytur í laufi
Hannyrðahornið 26. febrúar 2018

Þytur í laufi

Fallegur prjónaður púði með gatamynstri.
 
Mál: 
ca 45 x 45 cm – púðaverið passar fyrir kodda 50 x 50 cm það er fallegra ef það strekkist aðeins á verinu.
Garn: DROPS Merino Extra Fine, 400 g litur 08, ljós beige.
 
Prjónar. Sokkaprjónar og hringprjónar 40 cm nr 3 - eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
 
AFFELLING:  Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum.
 
PÚÐI:
Stykkið er prjónað í hring í ferning á sokkaprjóna/hringprjóna með byrjun frá miðju á ferning. Prjónuð eru 2 alveg eins stykki sem síðan eru saumuð saman.
 
Fitjið upp 8 lykkjur á sokkaprjón 3 með Merino Extra Fine. Prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1 (= 2 lykkjur) alls 4 sinnum í umferð – lesið MYNSTUR að ofan.
 
Skiptið yfir á hringprjón þegar aukið hefur verið út nægilega margar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll mynstureining A.1 hefur verið prjónuð til loka eru 128 lykkjur í umferð. Setjið 4 prjónamerki án þess að prjóna þannig: Setjið fyrsta prjónamerkið í byrjun umferðar, annað prjónamerki eftir 32 lykkjur, setjið þriðja prjónamerkið eftir 32 lykkjur og setjið fjórða prjónamerkið eftir 32 lykkjur, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu.
 
Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið * A.2 (= 2 lykkjur), A.3 yfir næstu 28 lykkjurnar (= 2 mynstureiningar með 14 lykkjum) og A.4 (= 2 lykkjur) *, prjónið *-* alls 4 sinnum í umferð. Þegar A.2/A.3/A.4 er lokið á hæðina eru 60 lykkjur á milli hverra prjónamerkja (= 240 lykkjur í umferð).
 
Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið * A.2 (= 2 lykkjur), A.3 yfir næstu 56 lykkjurnar (= 4 mynstureiningar með 14 lykkjum) og A.4 (= 2 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 4 sinum í umferð. Þegar A.2/A.3/A.4 er lokið á hæðina eru 88 lykkjur á milli hverra prjónamerkja (= 352 lykkjur í umferð). Ferningurinn mælist ca 45 x 45 cm. Fellið laust af – lesið AFFELLING að ofan. Prjónið annað stykki alveg eins.
 
FRÁGANGUR:
Leggið ferningana saman með röngu á móti röngu. Saumið 3 af hliðunum kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið kodda í verið og saumið síðan meðfram síðustu hliðinni.
 
 
 
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL