Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst.

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 58 litbrigðum og ættu allir að finna lit sem þeim líkar.

Garnið er á 30% afslætti hjá okkur í Handverkskúnst út febrúar og kostar dokkan 384 kr. eða 441 kr. eftir því hvaða litur verður fyrir valinu.

DROPS mynstur: 242-46

Stærðir: S/M – M/L

Höfuðmál: um 54/56 – 56/58 cm

Hæð með uppábroti á kanti: Um 24 -26 cm Garn: DROPS SNOW fæst í Handverkskúnst. 150 - 150 g, Ljósblár, litur nr 12.

Aðrir litir á mynd: Páfagaukagrænn litur 103, Kóboltblár litur 104, Límonaði litur 106, Púðurbleikur litur 51, Magenta litur 105.

Prjónar: Hringprjónar nr 6 og nr 7, 40 cm. Sokkaprjónar nr 7.

Prjónfesta: 12 lykkjur á breidd og 16 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

Útaukning: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn.

Endurtakið við hvert prjónamerki.

Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður mismunandi eftir því hvort hann er á undan eða á eftir prjónamerkinu. Á UNDAN prjónamerki: Lyftið uppslættinum af prjóni og setjið til baka á prjóninn í gagnstæða átt og prjónið í fremri lykkjubogann – lykkjan snýr til hægri. Á EFTIR prjónamerki:

Prjónið uppsláttinn í aftari lykkjubogann – lykkjan snýr til vinstri.

Uppskriftin: Húfan er prjónuð í hring ofan frá og niður, byrjað er með sokkaprjónum og skipt yfir á hringprjón eftir þörf.

Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjóna nr. 7

1. umf: *Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn*, prjónið frá *-* út umferðina.

2. umf: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt = 12 lykkjur.

Setjið 4 prjónamerki í stykkið, prjónamerkin eru sett á milli lykkja þannig að það eru 3 lykkjur á milli prjónamerkja.

Lesið útskýringu á útaukningu að ofan, prjónið sléttprjón og aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki. Aukið svona út í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 4-5 sinnum, síðan er aukið út í þriðju hverri umferð alls 2-1 sinnum = 60 lykkjur. Útaukning í stærð S/M er lokið.

Fyrir stærð M/L: Prjónið 2 umferðir án útaukninga og prjónið síðan 1 umferð þar sem einungis er aukið út hvoru megin við 2 prjónamerki = 64 lykkjur.

Báðar stærðir: Prjónið í hring í sléttprjóni þar til stykkið mælist ca 20-21 cm. Snúið stykkinu þannig að hægt sé að prjóna áfram frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 64-68 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr. 6. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 13-14 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Húfan mælist 33-35 cm frá uppfitjunarkanti. Snúið húfunni til baka að réttu, brjótið uppá stroffið ca 9 cm tvöfalt að réttu. Þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar frá uppfitjunarkanti, herðið að og festið vel.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12