Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þægilegar smekkbuxur
Hannyrðahornið 10. júní 2020

Þægilegar smekkbuxur

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónaðar buxur fyrir börn með axlaböndum úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað með sléttu prjóni og í stroffprjóni. 
 
Stærðir: (<0) 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða - (2 - 3/4) ára.
 
Garn:  Drops Flora (fæst í Handverkskúnst)
- Gallabuxnablár nr 13: (100) 100 (100) 100 (100) g
Prjónfesta; 
24 lykkjur x 32 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm.
 
Prjónar: Sokka- og hringprónn 40 cm, nr 2,5 og 3
 
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
 
Útaukning (á við um hliðar á skálmum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir að prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttu prjóni.
 
Úrtaka: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir að  prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið órprjónuðu lykkjunni. Fækkið lykkjum svona við bæði prjónamerkin.
 
BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Hvor skálm er prjónuð fyrir sig á sokkaprjóna áður en þær eru settar saman, fitjaðar eru upp lykkjur fyrir klofi og stykkið er síðan prjóna í hring á stuttan hringprjón.
 
Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka.
 
SKÁLM: Fitjið upp (40) 44 (48) 48 (56) - (60-64) lykkjur á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið 1 umferð slétt og  síðan stroff (= 2 slétt, 2 brugðið), þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið slétt í hring. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar, aukið er út sitthvoru megin við það.+
 
Þegar stykkið mælist 10 cm, er aukið út um (0) 1 (1) 1 (1) - (1-1) lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið þannig út með (0) 2 (2) 2 (3) - (5-7) cm millibili alls (0) 4 (7) 8 (7) - (6-5) sinnum = (40) 52 (62) 64 (70) - (72-74) lykkjur. Prjónið áfram slétt þar til stykkið mælist (16) 18 (25) 26 (31) - (39-42) cm. Færið prjónamerkið um (20) 26 (31) 32 (35) - (36-37) lykkjur (= ytri hlið á skálm).
Prjónamerkið merkir ytri hlið á skálm, það á að fækka lykkjum hvoru megin við prjónamerkið síðar.
 
Klippið frá. Prjónið hina skálmina alveg eins.
 
BUXUR: Sameinið skálmarnar á hringprjón nr 3 þannig: Fitjið upp (8) 8 (8) 10 (10) - (12-12) lykkjur, prjónið yfir lykkjurnar frá annarri skálminni, fitjið upp (8) 8 (8) 10 (10) - (12-12) lykkjur, prjónið yfir lykkjurnar frá hinni skálminni = (96) 120 (140) 148 (160) - (168-172) lykkjur.
 
Umferð byrjar fyrir miðju að aftan, mitt í fyrstu (8) 8 (8) 10 (10) - (12-12) lykkjunum, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Haldið áfram í hring og prjónið slétt. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkin voru sett saman, er fækkað um (0) 1 (1) 1 (1) - (1-1) lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki í hliðum – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með (0) 8 (3) 6 (4) - (8-10) cm millibili alls (0) 2 (5) 3 (4) - (3-2) sinnum = (96) 112 (120) 136 (144) - (156-164) lykkjur.
 
Prjónið áfram slétt þar til stykkið mælist (11) 13 (14) 17 (18) - (19-20) cm frá sameiningu skálma. Prjónið nú upphækkun að aftan þannig: Prjónið (7) 7 (9) 9 (9) - (9-9) lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði, prjónið (14) 14 (18) 18 (18) - (18-18) lykkjur brugðið, snúið við, herðið á þræði, prjónið (20) 20 (26) 26 (26) - (26-26) lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði, prjónið (26) 26 (34) 34 (34) - (34-34) lykkjur brugðið til baka. Haldið svona áfram með því að prjóna (6) 6 (8) 8 (8) - (8-8) lykkjum fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls (50) 50 (66) 66 (82) - (82-82) lykkjur. Snúið.
 
Prjónið 1 umferð slétt og jafnið lykkjufjöldan í (95) 115 (120) 140 (145) - (160-165) lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón nr 2,5. Prjónið stroff (= 2, 3 slétt) út umferð. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, fellið af næstu (19) 24 (24) 34 (34) - (39-39) lykkjurnar, 2 lykkjur garðaprjón, haldið áfram með stroff yfir næstu (33) 38 (43) 43 (48) - (53-58) lykkjurnar, 2 lykkjur garðaprjón (= framstykki), fellið af næstu (19) 24 (24) 34 (34) - (39-39) lykkjurnar, 1 lykkja garðaprjón og prjónið stroff yfir þær (8) 13 (13) 13 (13) - (13-13) lykkjur sem eftir eru.
 
BAKSTYKKI: = (20) 25 (25) 25 (25) - (25-25) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með stroffprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki, þar til stykkið mælist (2) 3 (3) 4 (4) - (5-5) cm frá skiptingu. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja garðaprjón, fellið af næstu (0) 5 (5) 5 (5) - (5-5) lykkjurnar, 1 lykkja garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt og 1 lykkja garðaprjón = 10 lykkjur eftir fyrir hvort axlaband.
 
AXLABAND: Haldið áfram með stroff og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, fram og til baka þar til axlabandið mælist ca 18-24 cm (eða að óskaðri lengd). Fellið af og endurtakið á hinni hliðinni.
 
FRAMSTYKKI: = (37) 42 (47) 47 (52) - (57-62) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með stroffi og 1 lykkju garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist (4) 6 (7) 9 (10) - (11-12) cm, fellið af fyrir 2 hnappagötum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið eins og áður þar til 10 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón.
 
Þegar stykkið mælist (5) 7 (8) 10 (11) - (12-13) cm, skiptið yfir á hringprjón nr 2,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af.
 
FRÁGANGUR:
Saumið lykkjurnar saman í klofi og gangið frá endum. Saumið 1 tölu í hvort axlaband.
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is 
Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...