Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sumarlegar sessur
Hannyrðahornið 4. júlí 2019

Sumarlegar sessur

Höfundur: Handverkskúnst
Ég hef lengi dáðst að litadýrðinni í Drops Eskimo garninu, en það er fáanlegt í 52 litbrigðum. Ég hafði bara ekki fundið rétta verkefnið þar til ég fann uppskriftina að þessum hekluðu sessum. Þá vissi ég að rétta verkefnið væri fundið. 
 
Samverustundirnar í garðinum verða enn notalegri með þessar litríku sessur að sitja á. Uppskriftin er í hekltáknum.
 
Garn:  Drops Eskimo, fæst hjá Handverkskúnst
1 dokka af hverjum lit í eina sessu.
 
Litasamsetning 1: Litur 1 - millifjólublár nr 54, litur 2 - bleikur nr 26, litur 3 - pastelblár nr 31, litur 4 - natur nr 01.
 
Litasamsetning 2: Litur 1 - ljósbleikur nr 30, litur 2 - ljósblár nr 12, litur 3 - lime nr 35, litur 4 - natur nr 01.
 
Litasamsetning 3: Litur 1 - gulur nr 24, litur 2- sægrænn nr 66, litur 3 - ljós bleikur nr 30, litur 4 - natur nr 01.
 
Heklunál: nr 9
 
Stærð: Þvermál 56 cm fyrir þæfingu, þvermál 34 cm eftir þæfingu.
 
Þæfing: Setjið sessuna ásamt handklæði í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Mótið sessuna á meðan hún er enn blaut og leggið til þerris. Síðar meir er sessan þvegin eins og venjuleg ullarflík.
 
Litaskipti eftir umferðum: Umf 1, 2, 6 og 8 eru í lit 1. Umf 3 og 7 eru í lit 2. Umf 4 og 9 eru í lit 3. Umf 5 og 10 eru í lit 4.
 
Mynstur:
 
 
 

3 myndir:

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12