Splash!
Höfundur: Handverkskúnst
Prjónaðir ökklasokkar úr DROPS Fabel með gatamynstri. Stærð 35 - 43.
Stærð:
35/37 - 38/40 - 41/43
Lengd fótar: ca 22 - 24 - 27 cm
Hæð á sokk: ca 7 - 8 - 9 cm
Efni:
DROPS FABEL frá Garnstudio,
50-50-100 g nr 105, turkís
fæst hjá Handverkskúnst
SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 l x 34 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
HÆLÚRTAKA:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 5-5-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þar til 5-5-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið þar til 4-4-5 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið þar til 4-4-5 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 13-13-15 l eru eftir á prjóni.
SOKKUR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 50-56-60 l á sokkaprjóna nr 2,5 með Fabel. Prjónið 1 umf slétt, haldið áfram með stroff (= 1 l sl, 1 l br) í 2-2-3 cm, prjónið síðan 1 umf slétt þar sem l fjöldinn er jafnaður til 54-54-58 l. Haldið síðan eftir fyrstu 21-21-25 l á prjóni fyrir hæl og hinar 33 l eru settar á 1 band (= rist).
Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hæl-l í 5-5½-6 cm.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Setjið 1 prjónamerki mitt ofan á hæl – stykkið er nú mælt héðan! Fellið nú af fyrir hæl – sjá HÆLÚRTAKA! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 13-14-15 l hvoru megin við hæl og 33 l af bandi eru settar til baka á prjóninn = 72-74-78 l. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 33 l mitt ofan á fæti. Haldið áfram með sléttprjón undir il, yfir 33 l ofan á rist er prjónað eftir A.1. JAFNFRAMT er l fækkað á hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu l á undan 33 l mitt ofan á rist snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) og prjónið 2 fyrstu l á eftir miðju 33 l ofan á rist slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 12-12-12 sinnum (13-13-13 sinnum alls) = 46-48-52 l. Prjónið þar til stykkið mælist 18-19-22 cm frá prjónamerki á hæl (= ca 4-5-5 cm eftir). Setjið 1 prjónamerki í 1 l á hvorri hlið þannig að það verða 23-24-26 l bæði ofan á rist og undir il. Haldið áfram með sléttprjón yfir allar l JAFNFRAMT er fellt af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig – byrjið 2 l á undan l með prjónamerki: 2 l slétt saman, 1 l sl (prjónamerki er staðsett í þessari l), 2 l snúnar slétt saman. Fellið svona af á hvorri hlið í annarri hverri umf alls 4-7-6 sinnum og síðan í hverri umf 6-4-6 sinnum = 8-6-6 l eftir á prjóni. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk alveg eins.
Bestu kveðjur,
Elín, Handverkskúnst