Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Splash!
Hannyrðahornið 27. febrúar 2017

Splash!

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónaðir ökklasokkar úr DROPS Fabel með gatamynstri. Stærð 35 - 43. 
 
Stærð: 
35/37 - 38/40 - 41/43
Lengd fótar: ca 22 - 24 - 27 cm
Hæð á sokk: ca 7 - 8 - 9 cm
 
Efni: 
DROPS FABEL frá Garnstudio, 
50-50-100 g nr 105, turkís
fæst hjá Handverkskúnst
SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 l x 34 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
 
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
 
HÆLÚRTAKA:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 5-5-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. 
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þar til 5-5-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið þar til 4-4-5 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið þar til 4-4-5 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. 
Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 13-13-15 l eru eftir á prjóni.
 
SOKKUR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 50-56-60 l á sokkaprjóna nr 2,5 með Fabel. Prjónið 1 umf slétt, haldið áfram með stroff (= 1 l sl, 1 l br) í 2-2-3 cm, prjónið síðan 1 umf slétt þar sem l fjöldinn er jafnaður til 54-54-58 l. Haldið síðan eftir fyrstu 21-21-25 l á prjóni fyrir hæl og hinar 33 l eru settar á 1 band (= rist).
Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hæl-l í 5-5½-6 cm. 
 
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Setjið 1 prjónamerki mitt ofan á hæl – stykkið er nú mælt héðan! Fellið nú af fyrir hæl – sjá HÆLÚRTAKA! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 13-14-15 l hvoru megin við hæl og 33 l af bandi eru settar til baka á prjóninn = 72-74-78 l. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 33 l mitt ofan á fæti. Haldið áfram með sléttprjón undir il, yfir 33 l ofan á rist er prjónað eftir A.1. JAFNFRAMT er l fækkað á hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu l á undan 33 l mitt ofan á rist snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) og prjónið 2 fyrstu l á eftir miðju 33 l ofan á rist slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 12-12-12 sinnum (13-13-13 sinnum alls) = 46-48-52 l. Prjónið þar til stykkið mælist 18-19-22 cm frá prjónamerki á hæl (= ca 4-5-5 cm eftir). Setjið 1 prjónamerki í 1 l á hvorri hlið þannig að það verða 23-24-26 l bæði ofan á rist og undir il. Haldið áfram með sléttprjón yfir allar l JAFNFRAMT er fellt af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig – byrjið 2 l á undan l með prjónamerki: 2 l slétt saman, 1 l sl (prjónamerki er staðsett í þessari l), 2 l snúnar slétt saman. Fellið svona af á hvorri hlið í annarri hverri umf alls 4-7-6 sinnum og síðan í hverri umf 6-4-6 sinnum = 8-6-6 l eftir á prjóni. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk alveg eins. 
 
 
Bestu kveðjur,
Elín, Handverkskúnst
Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...