Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sívalningur
Hannyrðahornið 30. maí 2017

Sívalningur

Loksins, loksins, loksins er Drops Air fáanlegt hjá okkur mæðgunum í Handverkskúnst. 
 
Drops Air er mjög sérstakt garn þar sem það er ekki spunnið heldur blásið. Garnið er mjög létt líkt og nafn þess gefur til kynna. Flíkur úr Drop Air eru töluvert léttari en flíkur úr öðru garni í sambærilegum grófleika og flíkurnar eru algerlega kláðafríar og ættu því að henta öllum.
 
Þessi dásamlegi hólkur er tilvalið verkefni fyrir þá sem vilja prufa Drops Air. Við erum sannfærðar um að þú munt kolfalla fyrir þessu garni líkt og svo margir aðrir.
 
Prjónakveðjur,
Guðrún María 
& Elín
www.garn.is
 
Sívalningur
Prjónaður hólkur með gatamynstri úr Drops Air.
 
Stærð: Ein stærð.
Mál: DROPS AIR fæst hjá Handverkskúnst, 100 g
Hringprjónar: (60 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
 
KRAGI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. 
Fitjið upp 120 lykkjur á hringprjóna 5 með Air. Prjónið 4 umferðir með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur (= 12 mynstureiningar á breidd). 
 
Endurtakið A.1 á hæð þar til kraginn mælist ca 40 cm. Prjónið 4 umferðir með garðaprjóni yfir allar lykkjur og fellið af.          
 
 
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
 
 
 
= sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja
 
 
 
= 2 lykkjur slétt saman
 
 
= Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
 
 
= Takið 2 lykkjur óprjónaðar, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 óprjónuðu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð
 
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL