Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Salka Valka-húfan
Hannyrðahornið 29. nóvember 2022

Salka Valka-húfan

Höfundur: Maja Siska

Grunnuppskrift fyrir húfu úr Huldubandi frá www. uppspuni.is, líka kjörin til þess að nýta afganga.

Stærð: M-L (ummál 55-58 cm)/ XL .

Prjónar: 3,5 mm og 4,5 mm – styttri hring- eða sokkaprjónar fyrir minna ummál, eða 80 cm hringprjónar (notað með töfralykkjuaðferð).

Prjónfesta: 18 L/10 cm slétt prjón.

Garn: u.þ.b. 75 gr. (Hulduband, tvíband, 50 gr/100 m).

Stækka eða minnka húfuna: Lykkjufjöldi í stroffinu deilist með 4, aukið út eftir stroffið svo lykkjufjöldinn deilist með 8.

Fitjið upp á minni prjóna 88/92 L (lykkjur) með mynsturlit, tengið í hring, setjið merki, skiptið yfir á aðallit og prjónið stroff 2L sl, 2L br, þar til stroffið mælist 6 cm.

Skiptið yfir á stærri prjóna og prjónið slétt: Aukið út um 8/4L í næsta umf.: 96L. Prjónið 1 umf. til viðbótar. Prjóna eftir litamynsturteikningu.

Prj. svo 2 umf. aukalega í aðallit.

Úrtaka: það getur hjálpað að setja merki fyrir framan hverja úrtöku.

1.umf: *prjónið 6L sléttar, prjónið 2L saman* út umferðina.

2.umf: *prj. 5L, prj. 2L sam.* út umferðina. 3.umf: * prj. 4L, prj. 2L sam.* út umferðina. 4.umf: * prj. 3L, prj. 2L sam.* út umferðina. 5.umf: * prj. 2L, prj. 2L sam.* út umferðina. 6.umf: * prj. 1L, prj. 2L sam.* út umferðina. 7.umf: * prj. 2L sam.* út umferðina.

Slítið bandið frá 15 cm frá síðustu lykkju og dragið endann í gegnum lykkjurnar. Gangið frá öllum endum. Pressið húfuna í form og notið með stolti og ánægju!

©Maja Siska ravelry: majasiska Facebook: Icelandisfullofwool www.skinnhufa.is

Skylt efni: húfa

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL